Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 27

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 27
FREYR 131 þessi hætta því verið fyrir hendi. Tilrauna- stöðin segir, að í athuguðum sýnishornum af görnum hreindýra, sem talin voru vanheil, hafi ekki fundizt garnaveikisýklar, og að ætla verði, að hættan á sýking hreindýra af sauðfé sé ekki ýkja mikil, þar eð hún verði að sjálfsögðu mest í náinni sambúð sjúkra og heilbrigðra dýra. Þá segir Tilraunastöðin ennfremur, að ekki sé kunnugt um, að hreindýr né neinar aðrar dýrategundir en sauðfé geti tekið mæði- veiki eða þurramæði. Telur Tilraunastöðin ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því. að hreindýr hafi þýðingu fyrir útbreiðslu mæði- veiki. Um aðra búfjársjúkdóma, sem kunnugt er að hreindýr kynnu að geta breitt út, virð- ist tæplega að ræða, segir Tilraunastöðin enn- fremur, enda erfitt að gera sér í hugarlund rannsóknir — eða varnarráðstafanir í þeim efnum, sem að haldi gætu komið. En myndun villtra hreindýrahjarða sunn- anlands rann út í sandinn þegar af öðrum á- stæðum en ótta við hugsanlegan flutning bú- fjársjúkdóma með þeim milli héraða. Svör sýslunefndanna, — allra nema Árnessýslu, — voru fullkomlega neikvæð. Sýslunefnd Borg- arfjarðarsýslu segir: „Sýslunefndin getur ekki fallizt á það, að sleppt sé villtum hreindýrum á hálendið umhverfis Langjökui, Eiríksjökul og Ok, né Tvídægru eða Arnarvatnsheiði, enda eru öll þessi lönd í eigu upprekstrarfélaga, hreppsfélaga og einstakra manna, sem að sjálfsögðu yrðu að veita samþykki sitt til slíkra ráðstafana." Sýslunefnd Mýrasýslu segir: „Þar sem upplýst er af skógrækt ríkisins, að hrein- dýr séu skaðleg skógargróðri, sér sýslunefndin eigi ástæðu til að mæla með innflutningi hrein- dýra í Mýrasýslu.“ Sýslunefnd Árnessýslu seg- ir hinsvegar: „Nefndin mælir með því, að þessi tilraun verði gerð,“ en vísar annars til bréfs Páls sýslumanns Hallgrímssonar, sem svarað hafði ráðuneytinu til bráðabirgða, áður en sýslunefnd gat fjallað um málið, og segir þar: ,.Þeir sýslunefndarmenn, sem ég hef rætt við um mál þetta, telja ólíklegt að framkvæmdir séu hugsaðar á þá leið, að sýslunefndin leggist á móti því.“ Jafnframt bendir sýslumaður á, að þá standi til að skera niður allt sauðfé í Árnessýslu haustið 1951 og verði þá sauðlaust eitt ár á eftir. Telur sýslumaður óvarlegt að flytja hreindýr þangað fyrr en ári síðar en niðurskurður fer fram, — ef nokkrir mögu- leikar kynnu að vera á því, að hreindýr geti tekið búfjársjúkdóma. Þá segir sýslunefnd Ár- nessýslu, að þar sem ætla megi að hreindýr- in gangi að mestu á afréttum og í heimahög- um Árnessýslu, verði að teljast eðlilegt, að sýslunefndin fái íhlutunarrétt um það, hverj- ir hafa skuli dýranna not, ef til kemur. — Lýs- ir afstaöa Árnessýslu fyrr og síðar skynsam'eg- um áhuga á málinu. Eigi minnist ég, að sýslunefndir Gullbringiu- og K’ósarsýslu svöruðu bréfi ráðuneytisins, en afstaða þeirra kom ótvírætt í ljós við annað tækifæri síðar. í desembermánuði 1953 fóru þeir Sæmund- ur Ólafsson, forstjóri í Reykjavík, Karl Þor- láksson, bóndi að Hrauni, Ólafur Þórðarson, bóndi, Hlíðarenda, Bjarni Jónsson, hreppstjóri Selvogshrepps, og Hermann Eyjólfsson, hrepp- stjóri, Gerðakoti, þess á leit við menntamála- ráðuneytið, að þeim yrði leyft að taka hrein- kálfa úr hjörðinni austanlands og flytja „á Reykjanesfjallgarðinn, upp af Ölfusi og Sel- vogi“ í því augnamiði að láta hreindýr ganga villt á þeim slóðum. Segjast umsækjendur munu, ef þeir fái leyfið, leita eftir samvinnu við sýslunefnd Árnessýslu og hreppsnefndir Ölfuss- og Selvogshrepps. Erindi þeirra félaga var sent eftirgreindum aðilum til umsagnar: Tilraunastöðinni á Keldum vegna hugsanlegr- ar sjúkdómshættu af flutningi kálfanna, og sýslunefndum Árnessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu. — Tilraunastöðin vísar að nokkru til fyrra álits síns, sem getið hefur verið um hér að framan, en tekur fram, að mjög sé ó- líklegt, að nýfæddir hreinkálfar flyttu til Suð- vesturlands nokkurn sjúkdóm. sem þar gæti valdið tjóni. Hverfandi lítil hætta sé á því, að þeir beri búfjársjúkdóma, t. d. garnaveiki. Þess má geta hér, að einu sinni (árið 1952) minn- ist hreindýraeftirlitsmaður á. að ung hreinkýr hafi verið skotin sakir þess, að hún hafði ver- ið að veslast upp af einhverri pest. Ekki voru innyflin þó skoðuð og ekki sá eftirlitsmaður sjálfur dýrið, en bónda þeim, sem dýrið skaut, datt í hug á eftir, að e.t.v. hafi þarna verið um garnaveiki að ræða. En framangreind ummæli Tilraunastöðvarinnar benda eigi til, að ástæða sé til að óttast flutning búfjársjúkdóma með nýfæddum, villtum hreinkálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.