Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Síða 28

Freyr - 15.04.1960, Síða 28
132 FRE YR Svar sýslunefndar Árnessýslu er á bann veg, að hún samhykkir að mæla með bví, að til- raunin verði gerð, enda verði flutningur dýr- anna á afréttarlönd háður samþykki og skil- yrðum þeirra sveitarstjórna, er hlut eiga að máli. Svar sýslunefnda Gullbringu- og K'ósarsýslu felst í bréfi sýslumanns frá 13. janúar 1955. Segir þar, að komið hafi fram eindregin and- staða gegn málinu í báðum sýslunefndunum, ,.og var mér falið," segir hann, „að mótmæla því við hið háa ráðuneyti að umbeðið leyfi verði veitt. Vil ég benda ráðuneytinu á, að hvorki hreppsnefndir né bændur munu þola að hrein- dýrum verði sleppt í landi beirra og telja slíkt með öllu óheimilt. Er á það bent, að hér er hið mesta ófremdarástand með land fyrir fénað og búpening bænda og hefur verið um það rætt, meðal annars vegna skorts á landi, að banna sauðfjárhald á hluta af Reykjanesskaga. Þykir skjóta nokkuð skökku við, að á sama tíma, sem uppi hafa verið alvarlegar raddir um bann við sauðfjárrækt á Reykjanesskaga vegna skorts á landi, skuli rætt um að flytja hrein- dýr á nesið. Vænta sýslunefndir bess, að um- beðið leyfi verði ekki veitt og telja ríkissjóð ekkert land eiga á Reyk’anesi til að leyfa hreindýrahald í.“ Að fenginni þessari umsögn kom vitanlega ekki til greina að veita að svo stöddu leyfi til að koma á fót villtri hreindýrahjörð innan marka Gullbringu- og K'ósarsýslu. Ef héraðs- stiórnir þær, sem hlut eiga að máli, hafa ekki áhuga á slíkri tilraun, á ekki að gera hana. Það sem leggja ber höfuðáherzlu á, er að finna hin skynsamlegustu ráð til að nýta hreindýra- stofninn eystra og reyna þar til brautar hvern arð má hafa af dýrunum. Ef það sýnir sig, að dýrin verða arðgæf, þá mun það brjóta mál- inu braut annarsstaðar. Ef hinsvegar tekst ekki að gera hreindýrastofninn á Austurlandi gagnsaman, þá er ekki tímabært að flytja hreindýrin í önnur héruð. En ef að því rekur, að koma upp hjörð villtra hreindýra í öðrum landshluta en þau nú eru, þá kæmi til athug- unar að flytja þau til Vestfjarða, þar sem byggð leggst nú sumsstaðar niður og þvi lík- legt að dýrin myndu njóta þar meira frið- lands en víða annarsstaðar. Hitt er þó óreynt, hvort lífsskilyrði eru þar æskileg fyrir þau og hvort forráðamenn þar um sveitir vildu við þeim taka. Verður þá einnig að hafa alveg sérstaklega í huga, að siík framkvæmd mætti ekki koma til greina, meðan nokkur möguleiki gæti verið á því, að þangað bærust búfjársjúk- dómar með dýrunum. Að beiðni menntamálaráðuneytisins ferðað- ist Guðmundur Þorláksson, mag. scient., til Vestfjarða 22.—26. ágúst 1959 til þess að kynna sér beitarskilyrði fyrir hreindýr. Segir hann í skýrslu sinni til ráðuneytisins. að hann hafi athugað haglendi á Þorskafjarðarheiði. frá brúnum Steingrímsfjarðar og vestur að Kolla- fjarðarheiði, þá í Langadal og á Langadals- st.rönd að Kaldalóni. Ennfremur í nokkrum bverdölum og fjörðum á Barðaströnd frá Þorskafirði að Skálmarnesi. Virtist Guðmundi haalendi gott á heiðum uppi, einkum til sumar- beitar, — mýrasund mörg vel gróin, en auk bess mikið af grasvíði og öðrum kjarngóðum fiallai'irtum. Eigi kom hann bví við að fara til Hornstranda, en hefur það eftir kunnugum, að í Hornvík taki aldrei fvrir beit og muni svo víð- ar vera bar norður frá. Einnig segir Guðmund- ur ágæta vetrarbeit fyrir hreindýr í mörgum fiörðum á Barðaströnd. Myndu hreindýr, sem héldu sig á hálendinu að sumrinu, væntanlega leita niður í firðina á vetrum. ekki sízt hina óbvggðu. en gera má ráð fyrir snjóþyngslum á hálendinu og áfreðum. Eflaust yrðu skoðanir manna vestra skiptar um það, hvort koma ætti upp hreindýrahjörð þar um slóðir, enda mun það lítið hafa verið rætt, en fróðlegt þótti að fá vitneskju um haglendið, ef ráðamenn vestra kynnu að fá áhuga á málinu. Einnig fór Guðmundur Þorláksson að beiðni ráðuneytisins til Noregs, Svíbjóðar og Finn- lands sumarið 1959, til þess að kynna sér hag- nýting hreindýra á þessum slóðum og athuga, hvað af bví mætti læra fyrir íslendinga. Eru höfuðatriði skýrslu hans þau, að Norðmenn hafi horfið að því sem hagkvæmustu fyrir- komulagi að hafa hreindýrin villt sem veiði- dýr í Suður-Noregi og selia veiðileyfi, innlend- um og erlendum, allháu verði. f Svíþjóð og Noregi, að undanskilinni norsku Finnmörku, eru í gildi lagafyrirmæli um það, að aðeins Lappar (Samar) megi stunda hreindýrarækt á nánar tilteknum svæðum, en utan beirra svæða er hreindýrahald bannað. í Finnlandi og

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.