Freyr - 15.04.1960, Síða 37
FRE YR
141
RAGNAR ÁSGEIRSSON:
KYNNISFERÐIR BÁNDA 1959
Það hefur veriö venja, að Freyr flytji frá-
sagnir af þeim kynnisferðum bænda, sem
farnar hafa verið á vegum Búnaðarfélags
íslands undanfarin ár. Enda þótt nokkuð
seint sé verður hér sagt frá þeim ferðum,
sem farnar voru á síðastliðnu ári, en þá
voru það Eyfirðingar og Borgfirðingar, sem
lögðu land undir fót og héldu til fjarlægra
héraða.
Eyfirðingarnir lögðu fyrst af stað og fóru
um Suðurland og Miðvesturland, en Borg-
firðingar lögðu seinna upp og fóru um
Norður- og Austurland.
Föstudaginn 5. júní fór ég flugleiðis til
Akureyrar til að taka við Eyfirðingunum,
en þeir byrjuðu ferð sína sunnudaginn 7.
júní. Þetta var mjög viðráðanlegur hópur,
aðeins rúmlega 40 manns og þeir rúmuðust
allir í einum bíl. Var bíllinn hinn þægileg-
asti í alla staði, stórir gluggar, sætin þægi-
leg og hátalari í góðu lagi og gat fararstjóri
því alltaf rætt við alla þátttakendur í
ferðalaginu í einu. í ferðinni voru 12 eða
13 húsfreyjur.
F'yrsta daginn var ekið sem leið liggur
suður í Borgarfjörð og gist þar á bæjum,
eftir að hafa ekið um byggðirnar. Annan
daginn var haldið suður og farið fyrir Hval-
fjörð að Hlégarði í Mosfellssveit og neytt
þar hádegisverðar í boði Búnaðarsambands
Kjalarnessþings. Var þar margt manna
saman komið að fagna gestum. Þaðan var
farið til Þingvalla og var þar heldur stutt
viðstaða, því veður var í svalara lagi, en
frá Þingvöllum var svo ekið að Sogsvirkj-
uninni og aflstöðin neðanjarðar skoðuð.
Þykir mörgum hún tilkomumikil. Bæjar-
stiórn Reykjavíkur bauð þar til kaffi-
drykkju. Frá Sogsvirkjuninni var svo hald-
ið til gistingar á Laugarvatni.
Frá Laugarvatni var haldið næsta morg-
un — og þegið hádegisboð hjá Kaupfélagi
Árnesinga á Selfossi, og svo farið áfram
Kristján á Heilu, aldursforseti Eyfirðinga.
austur, komið við á Sámsstöðum og Múla-
koti í Fljótshlíð, en svo var haldið þaðan
niður í Austur-Landeyjar til gistingar á
bæjum. Búnaðarfélag sveitarinnar tók
höfðinglega á móti gestunum með sameig-
inlegum kvöldverði í félagsheimilinu
Gunnarshólma. Landeyjar eru láglend
sveit og milli bæjanna voru áður víðáttu-
mikil fen og flóar, illir yfirferðar, en nú
var orðin mikil breyting á. Hinar stór-
virku skurðgröfur hafa grafið langa og
djúpa skurði, sem veita vatninu burt og
vegir hafa verið gerðir jafnhliða. Virtist
mér nú allstaðar þurrt og greitt yfirferð-
ar og ræktunarmöguleikar því margfalt
betri en áður. Allmörg ár voru liðin síðan
ég hafði komið í Landeyjarnar og fannst