Freyr - 15.04.1960, Side 39
FRE YR
143
hans tímum saman, í von um að hann fari
aö hreyfa sig og skvetta úr sér, en það verð-
ur ekki neitt og svo verða ferðamannahóp-
arnir oft langt á eftir áætlun á næsta við-
komustað. Smáskvettur fékk ferðafólkið að
sjá úr Óþerrisholu. Skyldi engin læknisað-
gerð duga við gamla Geysi?
í Reykjavík bættist Ármann Dalmanns-
son formaður Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar í hópinn og var með það sem eftir var
ferðarinnar. Hann gat ekki verið með frá
byrjun vegna anna við gróðursetningu trjá-
plantna — en hann er formaður Skógrækt-
arfélagsins í Eyjafirði.
Frá Geysi var haldið til Reykjavíkur, um
Hellisheiði. í Reykj avík var dvalið um kyrrt
sunnudaginn 14. júní og voru þar allir
frjálsir ferða sinna.
Mánudag 15. júní var lagt upp frá
Reykjavík og komið að Hvanneyri í Borg-
arfirði um hádegi og borðað þar. Eftir að
það helzta hafði verið skoðað þar á staðn-
um var ekið áleiðis vestur í Miklaholts-
hrepp, því að nú skyldi heimsækja þá Snæ-
fellinga. Þeir komu margir á móti ferða-
fólkinu að Hítará, en þar eru sýslumörk.
Eyfirðingarnir gistu á heimilum bænda um
nóttina og höfðu góða hvíld og alúðlegar
viðtökur hiá gestgjöfum sínum. Ekki veitti
heldur af því þar sem lang-erfiðasta dag-
leiðin var eftir, síðasta daginn.
Þriðj udagsmorguninn safnaðist hópurinn
á ný og var þá haldið til Stykkishólms, yfir
Kerlingarskarð. Allmargir heimamenn
fylgdu gestunum yfir skarðið og sumir
enda alla leið að sýslumörkum. Búnaðar-
samband Snæfellsness hafði boð fyrir gest-
ina á hótelinu í Stykkishólmi.
Þaðan skyldi farið til Búðardals, um
Skógarströndina. Er það alllöng leið og
vegur ekki enn svo góður sem skyldi. Var
hann talinn ófær hinum stóra góða bíl sem
Eyfirðingarnir voru í. Var hann því sendur
laus til baka suður yfir Kerlingarskarð, um
Bröttubrekku til Búðardals, en fengnir tveir
bílar minni í hans stað. Mátti þó varla
miklu muna sumstaðar að leiðin væri þeim
fær. En fagurt er á Skógarströnd og skóg-
arkjarr er þar víöa. Heitir eitt rjóður þar
Paradís. Á sýslumörkum sneru þeir við, for-
ustumenn Búnaðarsambands Snæfellinga,
og höfðu þeir ekki gert endasleppt við Ey-
firðingana.
í Búðardal hafði Búnaðarsamband Dala-
manna framreiddan kvöldverð. Formaður
þess, Ásgeir í Ásgarði, var þar mættur á-
samt fleiri héraðsbúum. Lengi var ekki
staðið við í Búðardal, enda lá á að komast
af stað. Mér var það vel ljóst þegar áætl-
unin var samin, að það var ógætilegt að
hafa svo langa dagleið. En hvað gerði svo
sem til þó seint yrði komið heim. Allt gat
þetta blessast, því vegurinn er ágætur þegar
komið er á norðurleið, — ef heppnin væri
með. En svo kom í Ijós að hún var alls ekki
með í þetta sinn.
Við kvöddum Dalamenn, settumst í stóra
góða bílinn og ókum suður yfir Bröttu-
brekku og vorum komin á Blönduós um kl.
11 um kvöldið, en þaðan má aka á fjórum
tímum til Akureyrar. En nú var farið að
kólna og leit út fyrir að óveður væri í að-
sigi. Fólkið var að byria að þreytast og ein-
stöku raddir heyrðust um, að réttast væri
að reyna að fá gistingu á Blönduósi. En
fleiri vildu halda áfram og hugsuðu sem
svo að varla mundi cniöa til baga aðfara-
nótt 17. júní — um hásumarið. Það mundi
lengia ferðina um heilan dag ef við færum
að gista hjá Snorra á hótelinu. Mér fannst
að ég yrði að vera harður húsbóndi og koma
leiðangrinum áfram samkvæmt áætlun og
við afréðum að halda áfram. Þá komu
skilaboð sím’eiðis um, að stóreflis flutn-
ingabíll stæði fastur þversum á veginum í
Langadal og að ekki yrði framhiá honum
komizt. Þá var afráðið að fara Ásana vest-
an Blöndu.
Þegar á Ásana kom var farið að snjóa, en
þó var sæmileg færð fyrst, en svo fór hríð-
versnandi þegar ofar kom og á nóttina leið.
Á beygiu austan við Blöndubrúna nýju lá
við að við misstum bílinn út af veginum, en
tókst þó með herkjum að rétta hann aftur.
Snjónum kyngdi niður með ólíkindum, og
sumstaðar stóðu lambærnar í snió upp í
kvið, móafuglarnir flögruðu yfir snjóbreið-
unni þar sem þeir áttu eggin sin og taliö er
að mikið af þeim hafi farizt í þessu hreti.
f stuttu máli sagt: Þetta var ömurleg sum-