Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1960, Page 41

Freyr - 15.04.1960, Page 41
FRE YR 145 og hverfa, og föstudaginn 19. júní var aft- ur komið blessað sumar á Norðurlandi, með svo blíðu og góðu veðri, að ferðafólkið gat ekki óskað þess betra, og það hélzt alla dag- ana meðan ferðin stóð, og þarf því ekki að nefna veðrið oftar í þessari ferðasögu. Byg'gðirnar tóku fljótt á sig sumarsvip eftir hretið og lömbin léku sér í móunum, og þó undarlegt virtist þá höfðu ekki orðið miklir skaðar í þeim sveitum, sem við fórum um. Borgfirðingar héldu rakleitt til Akureyr- ar; þar beið hádegisverður í boði Kaupfé- lags Eyfirðinga á Hótel KEA. Voru þar mættir stjórnendur kaupfélagsins og ýmsir forustumenn bænda í héraðinu, en að borð- haldi loknu réttu menn úr sér um stund, inni og úti, en ekki mátti eyða miklum tíma, því gista skyldi í Mývatnssveit næstu nótt, og staldrað við á Laugum í Reykjadal á leiðinni. Þetta var aðeins skyndiheimsókn í Eyjaf jörð á austurleið, en í vesturleiðinni skyldi gist þar hjá bændunum. Við kvöddum Eyfirðinga með þakklæti og héldum af stað og lögðum á Vaðlaheiði, sem reyndist vel fær þrátt fyrir mikla hæð hennar ov brátt sást niður í Fnjóskadal- inn með Vaglaskóg austan árinnar. Hinu- megin við brúna var allmargt fólk saman komið. Það reyndust vera þingeyskir bænd- ur, sem sátu þar fyrir Borgfirðingunum, og er menn höfðu heilsast var blandað í bíl- unum, eins og það er orðað á nútímamáli, og ekið dálítið um skóginn, til þess að fá þó nokkra hugmynd um hann — en stærri skóga skyldi sýna ferðafólkinu við Lagar- fljót. Svo lá leiðin um Ljósavatnsskarð og Fijótsheiði yfir í Aðaldal, að Laugaskóla. Þar tóku Þingeyingar á móti hinum borg- firzku stéttarbræðrum sínum með miklum glæsibrag. Þar var mikill mannfjöldi fyrir og 25 manna karlakór söng gestina í hlað. Ég held það séu engar ýkjur að heimamenn hafi verið fleiri en gestirnir. Svo var sezt við kaffiborðin, því þetta var nálægt réttum kaffitíma, og rabbað saman — og auk þess héldu heimamenn nokkrar ræður, og sumt af því léttara hjal og kveðskapur gestunum til skemmtunar. Þar flutti Steingrímur Baldvinsson í Nesi, Borgfirðingum kvæði, prýðilega ort. Hafa margir þeirra hugsað Frá móttökum á Laugum. til þessarar stundar á Laugum með mik- illi ánægju. Það hef ég orðið var við. Það er nú svo, að yfirleitt er farið full- hratt yfir í þessum kynnisferðum bænda. En það er ekki svo gott við því að gera. Fólkið vill komast sem lengst og sjá sem mest, en má þó ekki vera að heiman nema takmarkaðan tíma, enda áætlanir alltaf gerðar í samráði við forustumennina. Við- staðan á Laugum var á þriðju klukkustund, eða vel það, en það stóð líka til að halda á- fram upp í Mývatnssveit til gistingar. Mývetningar tóku á móti ferðafólkinu í félagsheimilinu Skjólbrekku á Skútustöð- um. Þar var fólkinu skipt niður á bæina til gistingar. Gekk það svo fljótt og vel að til fyrirmyndar má teljast, en það vill stund- um verða tafsamt. Flestir gistu á bæjunum, en þó fór Pétur í Reynihlíð með álitlegan hóp heim á hótelið sitt. Mjög var fagurt við Mývatn þetta kvöld og morguninn eftir, þegar ferðafólkið var að tínast saman að Reykjahlíð, laugardaginn 20. júní. Þegar allur hópurinn hafði safnazt sam- an settist ferðafólkið að borðum í hótel Reynihlíð, ásamt nokkrum gestgjöfum sín- um, í boði Búnaðarfélags íslands. Það lang- aði víst flesta í hinn þjóðfræga Mývatns- silung, en engin veiði hafði verið undan- farna daga. En þessa nótt synti svo mikill

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.