Freyr - 15.04.1960, Qupperneq 42
140
FRE YR
Karlakór á Laugum.
silungur i netin, að það var mikið meira
en nóg handa öllum sem sátu þetta ágæta
matarboð. Nú var líka áríðandi að borða
vel, því nú var vitað að enginn myndi fá
vott eða þurrt fyrr en seint um kvöldið á
bæjunum á Jökuldal og Fljótsdalshéraði,
eftir langa og stranga ferð yfir Möðrudals-
öræfin. Tvisvar var áð á þeirri leið, fyrst í
Möðrudal og var þar gengið í kirkju Jóns
bónda Stefánssonar, en hann lék nokkur
sálmalög fyrir ferðafólkið. Síðan var hald-
ið áfram um fjöll og firnindi unz komið var
að Rangalóni við Sænautavatn. Hvernig
„sænaut“ hafa komizt þangað, svo óralangt
frá sjó, veit ég ekki, en þetta örnefni felur
áreiðanlega gleymda þjóðsögu. Herðubreið
var svo vinsamleg að sýna sig í allri sinni
dýrð og ennfremur sást til Vatnajökuls og
Snæfells.
Austan í Jökuldalsheiði biðu nokkrir Jök-
uldælingar og buðu ferðafólkið velkomið í
byggðina sína. Mér finnst alltaf undur
gaman að koma niður af heiðinni í Jökul-
dalinn. Líklega er nafnið stytting úr Jök-
ulsárdal, því að enginn jökull er í nálægð
dalsins — enda heitir ytri hluti dalsins,
norðan við ána, Jökulsárhlíð. Hlíðar dals-
ins eru grasi grónar og lagðprúðar kindur
eru þar á beit, en vatnsmiklir lækir — eða
ár steypast með fossaföllum niður. Eftir
miðjum dalnum rennur hið andstyggileg-
asta foraðsvatn, Jökulsá, og eru litlar ýkj-
ur, að hún sé óreið frá jökli til sjávar.
Á Skjöldólfsstöðum biðu forustumenn
bænda og búnaðarsamtaka á Austurlandi
og hafði Þorsteinn Jönsson á Reyðarfirði
orð fyrir þeim og bauð Borgfirðinga vel-
komna. Því næst skýrði hann frá hvernig
þeir hefðu hugsað sér að haga móttökum
þessa fjölmenna hóps og reyndist sú skipu-
lagning öll með ágætum. Þessa nótt gistu
32 á Jökuldal, 24 í Jökulsárhlíð, en 64 í Hró-
arstungu. Sjálfur fór ég lengst þetta kvöld
og síðastur úr bílnum, ásamt 5 eða 6 öðrum,
sem gistum út við Héraðsflóa, í Húsey. Þar
er tvíbýli. Mikil og víð útsýn til allra átta.
Þar er selveiði mikil við ósa Jökulsár og
Lagarfljóts. Þar var gaman að koma, Út-
spýtt kópaskinn voru á hverjum vegg og
dauða kópa sáum við líka, nýlega tekna úr
selanótinni. Góða hvíld höfðum við í Hús-
ey um nóttina og vorum þurfandi fyrir
hana eftir langan akstur og mikinn hrist-
ing.
Svo rann upp sunnudagur, bjartur og
fagur og nú fór allur hópurinn fram í
Fljótsdal. Máltíðum var hagað þannig, að
um 90 manns borðuðu í Félagsheimili
Flj ótsdæla á Valþjófsstað, en hinir á Egils-
stöðum. Urðu svo allir samferða frá Val-
þjófsstað yfir brúna á Jökulsá og út undir
Hrafnkellsstaði, en þá komust bílarnir ekki
lengra. Skyldu nú allir, sem treystu sér,
ganga að Hallormsstað, 7—8 km. leið, en
tveir eða þrír jeppar voru í förinni, sem
gátu flutt elzta fólkið, eða það sem átti
erfitt með gang. Farið er um hlaðið á
Hrafnkellsstöðum, en þar er Metúsalem
Kjerúlf, sem um langt skeið var einn fjár-
flesti bóndi á landinu. Hann var mikill og
góður bóndi og kom þar upp stórum barna-
hópi. — Þarna hittust nú þeir Metúsalem
og Davíð á Arnbjargarlæk og gátu nú borið
sig saman um fjáreignina. Ekki veit ég þó