Freyr - 15.04.1960, Page 43
FRE YR
147
hvor hafði vinninginn — en ætli fjáreign
hvors þeirra hafi ekki fyrrum verið eitt-
hvað á níunda hundrað á fóðrum? Þeir
munu vera nokkurnveginn jafngamlir, nær
því hálfníræðir. Davíð á Arnbjargarlæk var
aldursforseti í þessari bændaför og stóð sig
prýðilega.
Eftir nokkra göngu frá Hrafnkellsstöð-
um er komið í Ranaskóg. Þegar ég kom þar
í fyrsta sinn, fyrir aldarfjórðungi, stóðu
þar stóreflis bjarkir á víð og dreif á grund-
unum, hin fegurstu tré. Nú eru þau flest
fallin fyrir exi eða elli. Þó eru þar margar
vænar hríslur enn, einkum ofar í hlíðinni.
Svo varð torfæra nokkur á leið göngu-
fólksins, lítil á, en straumhörð og stórgrýtt.
Eldra fólkið fór yfir í jeppunum — en flest-
ir fóru úr sokkum og skóm og vóðu yfir ána,
svo sem sjá má á mynd þeirri sem fylgir
þessari frásögn. Gekk þetta óhappalaust að
kalla. — Hygg ég að flestir hafi haft gott
af fótabaðinu. En rétt fyrir ofan, þar sem
vaðið var, mun vera göngubrú, í þrengslum,
en um hana vissi enginn okkar. Jökulsáin
breiðir úr sér unz hún er orðin að Lagar-
fljóti og það er skemmtilegt að ganga með-
fram því gegnum nýlaufgaðan skóginn, sem
innan skamms er orðinn að Hallormsstaða-
skógi, sem alla íslendinga dreymir um að
fá ,að sjá. Á leiðinni förum við yfir læk
sem stikla má yfir. Þar er grasbali og á
honum stendur nú aldurhnigin björk, nú
orðið með ellimörkum. Hún var einu sinni
ung og upp á sitt bezta, og það er sagt, að
þá hafi hún orðið fyrir nokkurri öfund Páls
Ólafssonar og að hann hafi ort um hana:
„Gott átt þú hrísla á grænum bala,
glöðum að hlýða lækjarnið“, o. s. frv.
Margir staðnæmast við hrísluna og láta
mynda sig upp við stofninn. Að þetta sé nú
einmitt sú hrísla, sem Páll orti hið vinsæla
kvæði um, verður víst hvorki sannað né af-
sannað, en ég vil helzt hafa það fyrir satt.
Það á aldrei að ganga af fallegum sögum
dauðum með sönnunargögnum heldur lofa
alþýðunni að yrkja. Enda þótt allir dagar
ferðarinnar væru góðir þá efa ég ekki, að
þessi dagur í skóginum við Lagarfljót verði
Borgfirðingunum einna minnisstæðastur.
Vaðin Gilsá
Sumir skoöuðu lerkitrén í landi Guttorms
og allir gengu um Mörkina og sáu gróðrar-
stöðina þar sem hundruð þúsunda trjá-
plantna er í uppeldi, en Sigurður Blöndal
útskýrði starfsemina fyrir gestunum. Síðan
veitti Búnaðarsamband Austurlands kaffi
í Húsmæðraskólanum á Har.ormsstað, sem
menn voru áreiðanlega þurfandi fyrir eftir-
gönguna.
Á Hallormsstað og í skóginum varð all-
löng viðstaða, það er erfitt að yfirgefa alla
þá fegurð sem þar er. En nú skyldi gista
þessa nótt í Útmannasveit (Hjaltastaða-
þinghá) og á Borgarfirði eystra, en þangað
er langur vegur frá Hallormsstað, um endi-
langt Hérað. Tveir bílanna urðu því eftir á
Úthéraði þetta kvöld en hina tvo hélt ég
áfram með til Borgarfjarðar. Þar sem veg-
urinn liggur hæst á fjallinu yfir í Njarðvík
sat hópur Borgfirðinga fyrir Borgfirðingum
og Þorsteinn bóndi Magnússon í Höfn bauð
þá velkomna; en kona Þorsteins er úr Borg-
arfirði vestra. Er menn höfðu heilsazt var
haldið áfram niður í byggðina, um Njarð-