Freyr - 15.04.1960, Síða 46
150
FREYR
Þrlðjudagsmorgun þann 23. kom hópur-
inn aftur saman á Egilsstöðum, því burt-
farartími þaðan var ákveðinn kl. 10 og nú
skyldi fara langa leið, um Axarfjörð og
gista í Aðaldal I S.-Þingeyjarsýslu. Þetta
er of löng dagleið. En mér þótti ekki fært
að beiðast gstingar fyrir svona fjölmennan
hóp í Kelduhverfi og Axarfirði, en annars
hefði verið hæfileg leið þangað. Borg-
firðingar reyndust stundvísir, svo að farið
var frá Egilsstöðum mjög nálægt réttum
tíma og heimamenn kvaddir með mikilli
þökk. Ekki vil ég gera mikið upp á milli hér-
aða eða sýslna, en það veit ég, að fólk úr
þessari för mun lengi geyma minningar um
Fl.iótsdalshérað og fólkið þar.
Bílstjórarnir „slógu í“ og óku hratt um
Hróarstungu og Jökuldal. Á Skjöldólfsstöð-
um var komið út úr bílunum stutta stund,
en síðan var lagt á Jökuldalsheiðina og
ekið að Rangalóni og áð þar alllanga stund,
því nú varð að taka leiðina þaðan og niður
í Axarfjörð í einum áfanga. Feginn varð ég
þegar sá áfangi var að baki um hin gróð-
urlitlu öræfi og við vorum komin heilu og
höldnu í skógi vaxið land á eystri bökkum
Jökulsár í Axarfirði. Þar var tekin nokkur
hvíld, en síðan ekið niður að nýju brúnni
á Jöklu. Þar sátu Núpungar og Keldhverf-
ingar fyrir hópnum og var svo ekið inn í
Ásbvrgi. Marga fagra staði sá ferðafólkið í
bessari ferð, sem ekki er gott að gera upp
á milli. Ép snurði marga ferðafélasra undir
lok ferðarinnar hvaða staður myndi verða.
beim rainnisstæðastur. Flestir þeirra svör-
uðu: Ásbvrgi! og ég skil það vel.
Frá Ásbyrgi var farið rakleitt að Skúla-
garði, hinu nvia. fallega félavsheimiii
Keldhverfinga. Er bað kennt við Skúla fó-
geta„ sem var fæddur í Kelduhverfi. Gömul
sögn er það, að begar móðir Skúla tók
léttasóttina að honnm, bá hafi örn flogið
nð bænum og setzt þar á baðstofuburstina
og setið bar bangað til drengur fæddist.
En á hæð lítilli hjá félagsheimilinu hafa
Keldhverfingar látið setja örn úr eir, ein-
falt og látlaust minnismerki, sem Guð-
mundur Einarsson hefur gert.
Borgfirðingarnir mínir höfðu hvorki
fengið vott né þurrt síðan snemma um
morguninn á bæjunum austur á Héraði,
en í Skúlagarði voru rausnarlegar veiting-
ar — og þær vel þegnar. Þar var margt
fólk úr sveitunum kringum Axarfjörð og
norðan af Melrakkasléttu og jafnvel úr
Þistilfirði kom fólk til að heilsa Borgfirð-
ingum. Nokkrar ræður voru haldnar til
fróðleiks fyrir ferðafólkið, en því miður
varð ég að reka á eftir mínu fólki, því enn
var löng leið eftir áður en komið væri í
náttstað.
Frá Skúlagarði var farið til Húsavíkur,
nýja veginn fyrir Tjörnes. Hefur þar opn-
azt fögur leið og hafði ég ekki farið hana
áður, en vegalengdin mun vera nálægt 50
km. Þarna er draumfagurt út við sjóinn
þar sem Grímsey hyllir uppi úti í íshafinu.
Við vorum nokkuð seint á ferð í Húsavík,
en þar bauð Kaupfélag Suður-Þingeyinga
upp á hressingu, í skrifstofum kaupfélags-
ins, skyr og rjóma, smurt brauð og fleiri
kræsingar en ég kann að nefna. Og beztu
hagyrðingar sýslunnar, þeir Egill Jónasson
og Kristján Ólason, létu ferðafólkið heyra
nokkrar stökur sínar og var það góð
skemmtun og vel þegin. Það var mjög lið-
ið á kvöldið er þessu ágæta samkvæmi
lauk, en þá var eftir að dreifa ferðafólk-
inu á gististaðina. Það vill stundum verða
tafsamt, þegar sérstakar óskir koma fram,
frá einum sem vill gista hér, en annar þar
hjá einhverju kunningjafólki En hvergi
held ég hafi gengið seinna að koma fólkinu
í næturstaði en betta kvöld á Húsavík, enda
var hónurinn fjölmennur. Fólkið var auð-
vitað þreytt eftir um 400 km. langa og
erfiða dagleið og fulllítinn svefn, en ég var
nú búinn að vera á ferðalagi í 17 daga
samflevtt. Egill Jónasson var þarna nær-
staddur og kom til mín og hvíslaði þessu
að mér:
Að reka í bílana gengur ei greitt,
þá gemsa, sem lærðu’ ekki að elta.
Hirðirinn latur — og hjörðin er þreytt
og hundurinn vill ekki gelta.