Freyr - 01.08.1965, Qupperneq 10
246
FRE YR
bandi við hafís s.l. vetur og stórfellt túna-
kal á þessu vori.
Enn ræddi hann framleiðni í landbúnað-
inum og kvað framleiðniaukninguna þar
miklu meira en hjá þjóðinni í heild. Þetta
byggðist að nokkru á miklu vinnuframlagi
sveitafólksins, en nauðsynlegt væri að
tryggja því lágmarkshvíld og sumarfrí.
Að lokum flutti formaður yfirlit yfir þró-
un landbúnaðarins þau 20 ár, sem Stéttar-
sambandið hefur starfað, en þetta er 20.
aðalfundur þess. Greindi hann frá þeirri
stórfelldu framleiðsluaukningu, sem orðið
hefði, en gat þess jafnframt, að auka þyrfti
enn afköstin til þess að fullnægt verði þörf-
um þjóðarinnar á landbúnaðarvörum á
næstu áratugum.
Óskaði hann svo fundinum heilla og
fundarmenn þökkuðu ræðu hans með lófa-
taki.
2. Reikningar og fjárhagsáætlun.
Sæmundur Friðriksson, framkvæmda-
stjóri, lagði fram og las upp reikninga
Stéttarsambands bænda 1964. Skýrði hann
reikningana og gerði grein fyrir einstökum
liðum. Rekstrarreikningurinn sýndi tekjur
upp á kr. 3.369.858.14 og tekjuafgang kr.
2.550.437.15. Efnahagsreikningur sýndi
eign að fjárhæð kr. 12.644.639.76.
Framkvæmdastjórinn lagði einnig fram
reikninga Bændahallarinnar. Byggingar-
kostnaðurkostnaður í árslok 1964 var orð-
inn kr. 128.933.345.49. Halli á rekstri húss-
ins 1964 var kr. 1.970.510.80, en þá hafði
hótelreksturinn greitt afskriftir af hús-
búnaði.
Ennfremur lagði framkvæmdastjórinn
fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1965.
3. Ávarp landbúnaðarráðherra.
Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson,
ávarpaði fundarmenn og lét í ljós ánægju
sína yfir að fá tækifæri til að sitja þenn-
an fund. Ræddi hann m. a. örðugleika þá,
sem hafísinn hefði valdið á norðan- og
austanverðu landinu og kalskemmdirnar á
Austurlandi, og hvernig tryggja mætti þessa