Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1965, Side 14

Freyr - 01.08.1965, Side 14
250 FRE YR Til fundar komu bændur úr Múlasýslum og svo fyrsti þing- maður Austurlandskjördæmis, Eysteinn Jónsson. dal eftir, að a-liður tillögunnar yrði borinn upp sérstaklega. Varð fundarstjóri við þeirri ósk og var þessi liður tillögunnar samþ. með öllum þorra atkvæða gegn 1 og tillagan síðan samþykkt í heild með öllum þorra atkvæða gegn einu. .„III Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 lelur stjórn þess að vinna að því, að framlag verði veitt til hagagirðinga." Til máls tóku um tillöguna Guðjón Hall- grímsson og Sigurður Jónsson. Var tillagan síðan samþykkt samhljóða. IV. „Vegna tillögu frá kjörmannafundi Norður- ísafjarðarsýslu um jöfnunarverð á fóðurvörum samþykkir aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 að vísa því máli til Stéttarsambandsstjórnar til athugunar." Samþykkt samhljóða. Þá var kl. 4.30 s.d. og gert kaffihlé til kl. 5.15. V. Um síðustu tillögu framleiðslunefnd- ar urðu nokkrar umræður. Tóku til máls Sveinn Jónsson og Hermóður Guðmunds- son. Nefndin gerði smávægilegar breyting- ar á orðalagi tillögunnar og var hún borin undir atkvæði svohljóðandi: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 telur núverandi ástand í framleiðslu og verzlun með tilbúinn áburð algerlega óviðunandi. Til lagfær- ingar á því vill fundurinn leggja áherzlu á eftir- farandi atriði: a) Að Áburðarverksmiðjan í Gufunesi verði eign ríkisins. b) Að endurbyggingu verksmiðjunnar verði hraðað sem mest, svo að unnt verði að full- nægja óskum bænda um fjölbreyttari og kalk- rfkari áburð en nú er völ á. c) Að tilbúinn áburður sömu tegundar verði seld- ur á sama verði á öllum verzlunarstöðum á landinu." Samþykkt samhljóða. 12. Tillögur Allsherjarnefndar: Benedikt Grímsson hafði framsögu af hálfu Allsherjarnefndar og talaði fyrir til- lögum hennar: I. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 beinir því til stjórnar Stéttarsambandsins, að beita sér fyrir því, að komið verði upp vörubirgða- stöðvum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi landi fyrir brýnustu nauðsynjar þessara lands- hluta, s. s. oliur, fóðurvörur og tilbúinn áburð til þess að fyrirbyggja vöruþurrð og þar af leiðandi neyðarástand, ef hafís lokar siglingaleiðum eins og verið hefur s.l. vetur og vor. Leitað verði fjár-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.