Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1965, Side 37

Freyr - 01.08.1965, Side 37
FRE YR 273 gröfum hér á landi eru frá MF, og hafa létt mörg- um manninum erfiðið frá því þær byrjuðu að flytjast til landsins. Hinn nýja MF er framleidd í 6 gerðum, en umboðið mun leggja áherzlu á innflutning þeirra, sem reynslan hefur sýnt að hentar vel hér á landi og að auki eina stærri vél, sem ætla má aö komið geti hér að góðum notum. Mesta nýjungin á nýju vélunum er án efa Multi-Lift vökvakerfið eða þungatilfærslukerfið, sem með nýrri gerð álagsbeizlis eykur afturöxul- þunga vélanna um 100% (að undanskilinni MF 130). Hafa verksmiðjurnar með þessu kerfi enn brotið blað í dráttarvélaframleiðslu heimsins. Hið nýja kerfi hefur aukið dráttarhæfni Massey-Ferguson vélanna stórkostlega, án þess að auka þunga sjálfr- ar vélarinnar, og er hún því jafn létt og lipur við alla almenna vinnu eftir sem áður. Segja má, að með þessu kerfi sé uppfylltur óska- draumur margs bónda, um létta dráttarvél með mikla dráttarhæfni. Við vinnu á blautum eða mjúkum akri vill enginn hafa öxulþunga meiri en nauðsynlegt er, enda sporun og jarðvegsþjöppun nú talin valda meira og margvíslegra tjóni en reiknað verði, — en við önnur verkefni er þörf mikillar og góðrar spymu. Afturöxulþunginn er nú stillanlegur hvar sem er á bilinu 880 kg — 2000 kg með augna- bliks-færslu á einu handfangi. Útlit nýju vélanna er allt annað en þeirra eldri, einkar nýtízkulegt og smekklegt. Fullkomið upp- lýst mælaborð, með eldsneytismæli og sígarettu- kveikjara auk breiðra fótstiga báðum megin er eitt það fyrsta sem menn reka augun í þegar þeir fara að skoða nýju vélarnar náið. Öryggisræsir er á öll- um nýju vélunum, en það þýðir að þær fara alls ekki í gang ef þær eru í gír, sem er geysilegt ör- yggi í alla staði, ekki hvað sízt gagnvart börnum og þeim, sem ræsa vélarnar standandi við hlið þeirra. iVfismunadrifs'ás er á öllum MF vélum, sem hingað eru fluttar, einkar hentugt i lausum og hál- um jarðvegi. Hálfsjálfvirkan útbúnað er hægt að fá til þess að breyta sporvídd afturhjóla á 2—3 mín. Nú eru framljósin orðin innbyggð, og því ekki eins hætt við hnjaski. Aflúrtakið er að sjálf- sögðu tveggja hraða nú sem fyrr, og vinnsla aflúr- taksöxlanna algjörlega óháð gírskiptingum. Massey-Ferguson dráttarvélarnar sem komnar eru til landsins eru 32, 46, 58 og 67 hestafla, allar búnar hinum traustu Perkins dieselvélum. j RÁÐNINGASTOFA I LANDBÚNAÐARINS | er starfrækt á vegum Búnaðarfélags íslands og er opin allt árið. — Dagleg | afgreiðsla er virka daga frá kl. 9—12 og 1—17, nema á laugardögum: j Hlutverk ráðningastofunnar er að aðstoða bændur við ráðningu verkafólks, j þ. e. unglinga og fullvaxinna manna og kvenna, til hverskonar sveitastarfa. j Milligöngu um vistun barna — yngri en 12 ára — getur ráðningastofan ekki j sinnt. j Nauðsynlegt er, að bændur í fjarlægum sveitum hafi umboðsmenn í Reykjavík, er ráðningastofan getur snúið sér til í sambandi við upplýsingar, sem vinnu- veitandi og vinnuþiggjandi gagnkvæmt óska að fá, áður en ráðningar eru bundnar fastmælum. j RÁÐNINGASTOFA LANDBÚNAÐARINS

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.