Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 6
80
FREYR
Brautryðjendur í
Bæjarhreppi
Fyrir rúmu ári síðan var stofnað, að tilhlut-
an búnaðarfélags Bœjarhrepps í Stranda-
sýslu, búfjártryggingarfélag. Þetta félag
sem þeir gáfu nafnið „Búfjártryggingar-
sjóður Bœjarhrepps“, hefur þegar sannað
tilverurétt sinn og þeir, sem kynnzt hafa
þessari starfsemi, hafa þá trú, að eitt mesta
hagsmunamál bænda í dag sé að efla á allan
hátt þær tryggingar, sem stuðla að auknu
öryggi í búrekstrinum. Við fengum að láni
lög félagsins, sem við birtum hér úrdrátt úr
og rætt var við Jón Kristjánsson, bónda á
Kjörseyri, formann búnaðarfélags Bœjar-
hrepps um tildrög að stofnun félagsins og
ýmislegt annað er varðar þessi mál.
Úr lögum
Búf jártryggingasj óðs Bæj arhrepps
2. gr.
Hlutverk sjóðsins er að tryggja fjáreigendur gegn
tjóni af völdum lambaláts í ám.
3. gr.
Bætur nái ekki yfir fyrstu 7% tjóns, sem viðkom-
andi tryggjandi verður fyrir vegna lambaláts í ám.
4. gr.
Hver tryggjandi, fjáreigandi, getur valið um þrjú
tryggingarstig:
a. Bætur miðað við 1 lamb á hverja á.
b. Bætur við 1,25 lömb á hverja á.
c. Bætur miðað við 1,5 lömb á hverja á.
Iðgjöld verði sem hér segir:
Á tryggingarstig a. Kr. 6,00 á hverja á.
Á tryggingarstig b. Kr. 7,50 á hverja á.
Á tryggingarstig c. Kr. 9,00 á hverja á.
Þó getur iðgjaldið breytzt frá ári til árs, til hækk-
unar eða lækkunar. ef verulegar breytingar verða á
afurðaverði. Gjalddagi iðgjalda er 31. janúar ár
hvert.
5. gr.
Sjóðurinn bæti viðkomandi fjáreiganda skaða, sem
hann verður fyrir vegna lambaláts í ám, umfram
7% eða 4/5 hlutum, miðað við áður nefnd trygg-
ingastig og meðalvigt á félagssvæðinu það ár.
10. gr.
Búfjártryggingar þessar eru ekki skyldutryggingar.
Sérstakt inntökugjald greiði þeir, sem að gerast fé-
lagsmenn síðar en að ári liðnu frá stofnun sjóðsins.
Skal það ákveðið á aðalfundi fyrir eitt ár í senn. Þó
nær þetta ekki til þeirra, er gerast fjáreigendur á
félagssvæðinu eftir að sjóðurinn er tekinn til starfa.
11. gr.
Skylt er hverjum fjáreiganda, er æskir tryggingar
gegn lambaláti að tryggja allar ær sínar, og séu þær
greinilega auðkenndar sem hans eign. Fjáreign
barna eða ófjárráða unglinga skal tryggjast með
fjáreign foreldris eða fjárráðamanns.
* * *
— Jón, hver voru tildrög að stofnun Bú-
fjártryggingasjóðs Bæjarhrepps?
— Á aðalfundi búnaðarfélagsins, árið
1962, kom Jósep Rósenkarsson, bóndi á
Fjarðarhorni, með tillögu, sem gekk í þessa
átt. Ekki beint tillaga um félagsstofnun, en
það var áskorun til stjórnar búnaðarfélags-
ins að taka þessi mál til athugunar og reyna,
að þeirri athugun lokinni, að koma á ein-
hverskonar búfjártryggingarfélagi innan
sveitarinnar. En árið 1963 kom þetta mál
fyrir aftur hjá okkur í búnaðarfélaginu. Þá
hafði stjórn félagsins, ekkert unnið í málinu.
Að vísu höfðum við rætt þetta mál í stjórn-
inni, en töldum vafasamt, að það væri fram-
kvæmanlegt. Allmargir voru óánægðir með
stjórn búnaðarfélagsins á þessum fundi,
fyrir lélega frammistöðu. Þá kom fram til-
laga á fundinum um að kjósa sérstaka
nefnd til að undirbúa málið, sem var og
gert. í þessari nefnd áttu sæti Jósep á Fjarð-
arhorni, Jónas Jónsson á Mel og ég. Upp
úr þessu fór að komast skriður á málið, og