Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 15

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 15
FREYR 89 GUÐMUNDUR GÍSLASON: Um ormaveiki í sauöfé f þrðngum högum Þegar þess er gætt, hve lengi sauðfjárrækt- in hefur verið aðalatvinnuvegur íslenzku þjóðarinnar, má það teljast furðulegt, hve hér á landi er enn lítil vitneskja um sauð- fjárorma, tegundir þeirra, lífsskilyrði, þró- un og ýmiskonar skaðsemi. í öllum sauðfjárræktarlöndum hefir ormaveiki reynzt valda einna mestum bú- sifjum við þessa búgrein og baráttan gegn ormasýkingu á ýmsan hátt mótað búskap- arháttu og alla meðferð fjárins. Á íslandi hefir lengst af verið háð stríð við lélegt gróðurfar, harða vetrarveðráttu og oft mjög takmarkað fóður. En samfara því hafa þó verið möguleikar til beitar á víðáttumiklu landi mikinn hluta ársins Sjaldan hefir kreppt verulega að fénu nema seinni hluta vetrar og á vorin, en á þeim tíma árs mun ormasýking oft hafa tekið þungan skatt af sauðfjárbúunum. Ekki eru til, svo ég viti, neinar greinileg- ar lýsingar á skaðsemi af völdum ormaveiki í sauðfé hér á landi frá fyrri öldum. Magnús Stephensen lýsir í ritgerð sinni frá 1808(*) vanþrifum af völdum ormaveiki, sem valdi langvarandi uppdrætti í íslenzku sauðfé og telur, að oft drepist af þessum sökum fjöldi fjár, einkum í votviðrasömum árum. I ritgerð, sem kom út 1879 (2), lýsir Snorri Jónsson dýralæknir lungnaormaveiki í sauð fé, sem liggi í landi í sumum héruðum sunn- anlands og valdi oft, nokkur ár í röð, miklu fjártjón.i. Hann lýsir einþig langvarandi skitupest í fé, sem oft leiði til dauða, og seg- ir, að hún sé mjög algeng að vorinu, einkum í veturgömlu fé og lambám, ef ekki er nægi- lega vel fóðrað. Lítill efi er á því, að hér er Snorri að lýsa fjártjóni af völdum garna- orma. Magnús Einarsson lýsir í ritgerðum, sem birtust í Frey á árunum 1904—1905 (3 og 4), rannsóknum, sem hann gerði á skæðri ormveiki í fé á Austurlandi og mest bar á í gemlingum, en einnig í fullorðnu fé. Hann getur um það, að á sumum bæjum á Fljóts- dalshéraði hafi drepizt frá 50—70 gemling- ar úr ormaveiki yfir veturinn, mest í marz og apríl. Magnús dýralæknir gerir þessum málum mjög ýtarleg skil í greinum sínum og gefur bændum ýmis ráð, sem enn eru í fullu gildi og hefðu án efa komið að góðu haldi, hefði þeim verið fylgt. En raunin varð sú, að málinu var lítið sinnt, og það sem af er þessari öld hefir ormaveiki í sauðfé alltaf annað slagið vald- ið miklu tjóni hér og bar um landið, eink- um í sambandi við óhagstætt tíðarfar og lélegt fóður(6 og 7). Einna alvarlegast var ástandið á Suður- landi um og eftir 1930. Þá hafði lengi verið notazt við tóbak sem ormalyf, en það virt- ist nú ekki nægja lengur til að hamla gegn ormasýkingunni. Á árunum 1933—35 vann Níels Dungal prófessor að rannsóknum á ormaveiki í sauðfé og hóf lækningar með ormalyf, sem við hann er kennt(8). Dung- alslyfið reyndist mikill bjargvættur í bar- áttunni við ormaveikina og var um árabil nær eina lyfið, sem notað var víða um land- ið. En á síðustu árum hafa komið ýmis ný ormalyf til viðbótar, eins og kunnugt er. Meðan engar hindranir voru á ferðum sauðkindarinnar, girðingar þekktust ekki og fénu var haldið reglubundið til beitar í víðum högum að vetrinum, var fremur lítil sýkingarhætta, vegna þess hve mikil dreif- ing var á saurnum, og því lítil hætta á því, að féð æti mikið af ormalirfum. Á þeim

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.