Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 11

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 11
FREYR 85 fjárræktarmenn ættu afurðarmesta fé lands ins, þótt ég hafi talið þá hvern um sig eiga ágætt fé og hafi oft séð hjá þeim frábæra einstaklinga og systkinahópa. Fyrsta skil- yrði til þess að komast á skrá með þeim, sem hafa mestar afurðir af fé sínu, er að eiga frjósamar ær, annað skilyrðið er, að ágæt- lega sé búið að fénu árið um kring, hið þriðja að fjárstofninn hafi eiginleika til mik- illar holdsöfnunar og ærnar séu mjólkur- lagnar. Einn þeirra þriggja ofannefndu fjárræktarmanna, Guttormur í Geitagerði, hefur ekki starfað í sauðfjárræktarfélagi og hefi ég því ekki skýrslur í höndum um af- urðasemi fjárstofns hans. Á meðan svo er, kemst fjárbú hans ekki á skrá með búum þeirra, sem eru í fjárræktarfélögum. Ég hef þó séð hjá honum bæði ágætar ær og prýði- lega dilka og geri ég ráð fyrir, að dilkar hans hafi á undanförnum árum reynzt vel og betur en flestra bænda í nágrenni hans. Þeir Þórarinn í Holti og Sigurður á Gilsá hafa lengi starfað í fjárræktarfélögum, hvor í sinni sveit. Báðir eiga sæmilega frjósaman fjárstofn, þótt hvorugur þeirra fái líkt því allar ærnar tvílembdar, enda hafa þeir ekki fylgt hámarksafurðarstefnu í fjárbúskap sínum til hins ítrasta. Af Holtsánum í Sf. Þistli hafa 57% átt tvö lömb að meðaltali síðustu 10 árin, en af Gilsáránum á skýrslu hafa 44% verið tví- lembdar á sama tíma. Vænleiki dilka, hjá báðum þessum þekktu fjárræktarmönnum, er prýðilegur, þegar miðað er við meðalfall- þunga dilka á viðkomandi sláturstöðum. Til skýringar skal tekið fram, að lömb eru ung í Holti í Þistilfirði, um þriðji hluti þeirra fæddur í júní, en í Breiðdal eru dilk- ar allajafna fremur rýrir miðað við dilka á landinu í heild, þótt þeir séu oft vænni en í nágrannasveitinni Fáskrúðsfirði. Eftirfarandi tafla sýnir tölu áa í Holti og á Gilsá á skýrslu viðkomandi sauðfjárrækt- arfélaga um allangt árabil, vænleika dilka eftir tvílembu, einlembu, á með lambi og eftir hverja á. f síðasta dálki er meðalfall- þungi dilka á viðkomandi sláturstað sama ár. Holt í Þistilsfirði: IVI EÐALÞUNGI, , K G Meðalfall slátur- Eftir Eftir Eftir á Eftir dilka á Ár Tala áa tvílembu einlembu m/lambi hverja á Þórshöfn kg 1949—'50 159 28,9 17,2 20,9 17,6 14,2 1950—'51 146 29,6 18,0 21,8 18,7 14,1 1951—'52 155 29,0 17,1 20,2 16,8 14,6 1952—'53 142 29,8 17,5 20,7 18,2 14,9 1954—'55 152 30,9 17,6 23,2 22,2 15,0 1955—'56 167 32,6 18,0 24,3 21,7 15,0 1956—'57 172 31,9 18,6 23,1 22,0 16,0 1957—'58 202 33,3 19,2 26.8 25,5 16,0 1 958—'59 209 30,0 18,0 24,1 21,8 15,1 1959—'60 205 29,2 16,6 24,3 23,2 14,6 1960—'61 217 28,7 16,7 23,8 22,3 15,0 1961—'62 214 27,9 16,9 23,2 22,2 14,7 1962—'63 229 27,8 16,4 21,4 20,4 14,9 1963—'64 237 28,1 16,8 22,1 21,2 14,7 Meðaltal 29,8 17,5 22,8 21,0 14,9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.