Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 28

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 28
102 FREYR JÓN H. ÞORBERGSSON: í janúar var norðan átt ríkjandi, mikil snjókoma og allfrosthart. Mest var frostið hér hinn 18. eða 22°. Síðustu daga mánaðarins tók að draga úr frosti og úrkomu og gekk til þíðu um mánaðamótin, sem hélzt til 11. febrúar. Þá gerði þriggja daga norðan kast, en hlýnaði þá aftur og hélzt þíða til hins 21. að kólnaði aftur. Varð febrúarmánuður veðragóður. Fyrstu daga mánaðarins fóru menn að beita fé eftir nær tveggja mánaða innistöðu. I norðan garðinum í jan. færðist ísinn nær Iand- inu og í febrúar var hann farinn að valda truflun- um á skipaleiðum. Fyrstu tvo daga marz var norðan stórhríð. Eftir það urðu litlar úrkomur og breytileg átt, enn fremur kalt frá miðjum mánuðinum. Mest varð frostið, hinn 18. og 24. eða 18°. í apríl var hægveðrasamt, ekki miklar úrkomur, en kalt, aðeins 3 frostlausar nætur á sumarmálum. Suma daga var ísþoka við sjávarsíðuna. I maí hélzt svipuð tíð, þurrt og kalt fram undir mánaðarlokin. Hinn 14. hefi ég skrifað í dagbók mína. „Á hverjum morgni undanfarna 19 daga hefir verið 6—8° hiti við suðurströnd landsins, en um 0° við norðurströndina. Þessi munur stafar af hafísn- um.“ Kaldast varð dagana 17.—19. þá fór nætur- frostið niður í 6°. Oft var ísaþoka. Fjóra síðustu daga mánaðarins kom hér hitabylgja. Hitinn var um 18° um daga og þaut þá upp gróður, sem sára- lítill var áður. Júnímánuður var hlýr til hins 15., en kaldara eftir það og stöku sinnum gætti frostkala um nætur. Varla kom hér dropi úr lofti allan mánuðinn og frá í apríl og til júní Ioka kom einn rigningardagur, hinn 22. maí. Hann varð til hjálpar gróðrinum hita- dagana í maílok. í júnílok var jörðin svo þurr að í nýrækt var hún eins og steypugólf. Þótt áttin væri norðlæg rigndi ekki. Fyrstu daga mánaðarins, byrj- uðum við hér á Laxamýri, að sleppa ám með elztu lömbum út af túninu og hefir það oft verið seinna. Júlímánuður varð, nær allur, veðragóður. Aldrei urðu þó mikil hlýindi. Miklir þurrkar, en þó fjalla- skúrir er á leið mánuðinn og spruttu þá túnin. Fram eftir mánuðinum var hitinn oft 10° meiri sunnan- lands en hér nyrðra. Hér á Laxamýri hófum v:ð sláttinn 3. júlí í Iitlu grasi en glansandi sólskini. Þeir sem biðu í þurrkinum eftir meira grasi höfðu tjón af. — Þrjá síðustu daga mánaðarins gerði norð- an kuldakast með mikilli úrkomu og snjókomu til fjalla. Þá kom frostnótt, svo að kartöflugras féll hér á Laxamýri og víðar. I ágúst hélzt heyskapartíð fram um miðjan mán- uð en þá gekk til norðanáttar og votviðra, en gerði þó einn og einn þurrkdag, t. d. hinn 18. og 23. Þann dag hirtum við allt hey hér á Laxamýri, nema lítils- háttar, sem eftir var að láta í súrhey. Hinn 25. herti norðanáttina með kulda, hvassviðri og úrkomu, sem hélzt til mánaðarloka. Hiti var 2—3° nætur og daga. Suma þá daga var ekki ástöðuveður fyrir mjólkur- kýr. Fyrstu tvo daga september voru sunnan h'.ý'ndi og þurrkur, en kólnaði þá aftur og aðfaranótt hins 4. var 4° frost á Staðarhóli. Hélzt kuldatíð mánuð- inn út. Oft 2—3° hiti um daga, en komst mest í 6°, en fraus þó ekki um nætur svo að teljandi væri. Tún hélduzt vel græn og gras í úthaga féll með síð- asta móti, vegna þess hve seint spratt og hægt. Eftir eina frostnótt 2. október, hélzt hlý sunnan- átt í þrjár vikur. Spratt þá í túnum, kom það til nota fyrir nautpening, sem kom með síðasta móti á hús. Hinn 26. gerði norðan kast með krapasnjó og varð vont á haga nær sjónum en hélzt autt í inn- sveitum. Hinn 4. nóvember gerði hér þíðu, sem tók snjó- inn. Þessi mánuður var veðra góður til hins 24. að gekk í hvassa norðan átt með snjókomu, en frekar vægu frosti. Hélzt það til mánaðarloka. Þrengdist þá mjög um haga og kom fé, víðast hér um slóðir, á innigjöf. Allan desember hélzt hæg norðaustan átt með snjóéljum, nema hinn 15. og 16. Þá var sunnan hæg þíða, sem lítið vann á snjónum. Nokkra daga var frosthart. Hinn 7. var hér 18° frost og dagana 25. — 28. var hörku frost um 20°. Fór það mest í 25° á Staðarhóli. Mjög lítið var fé beitt hér um sveitir þennan mánuð og mátti telja haglaust um áramótin. Þótt hafísinn væri lengi að lóna hér við land og legði af honum kulda, þá kom hann aldrei inn á Skjálfandaflóa. Árferði í Suður-Þingeyjarsýslu 1965, verður að teljazt í sæmilegu meðallagi, þegar allt kemur til alls. Vetur frá byrjun febrúar vægur, vor- ið kalt en stórhretalaust. Allsæmilegur sauðgróður var kominn með júnímánuði. Við höfum stundum séð það miklu verra. Vorið 1949 var hér gróðurlaust fram í miðjan júní og 1952 var ekki kominn sauðgróður fyrr en viku af júlí. Heyfengur varð með mesta móti að vöxtum, en hey mjög vel verkuð og kraftmikil, sem kom til af því, að seint spratt og hægt og undir sólríkum himni. Gras féll seint og varð góð haustbeit fyrir nautpening. Víða varð meðaluppskera af kartöflum þótt stöku garðar eyðileggðust af næturfrosti síðast i júlí. Dilkar reyndust vel. Jafnaðar skrokkþyngd þeirra í K. Þ. var 14,445 kg sem var 0,405 kg minna en haustið áður. En tvílembingar munu hafa verið töluvert fleiri, en haustið áður. Norður-Þingeyingar voru nær hafísnum og kulda frá honum. Jón Sigfússon, bóndi á Ærlæk, segir í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.