Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 23

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 23
FREYR 97 Mjög þœgileg aðferð til að dreifa maurasýru í votheyið. Þessir dreifarar verða fluttir inn nú í sumar. Plast-belgir. Á þessu ári mun Þór hf. flytja inn plastbelgi til að verka í vothey. Það er plastdúkur með sérstökum læsingum og loftdælu til að tæma allt loft úr heyinu. Þessi aðferð hefur verið notuð um nokkurt skeið erlendis, að- allega í Nýja-Sjálandi. Grasið geymist í þessum belgjum í lengri tíma eins og það var þegar það var slegið. Tapið í heyinu er um 3%, en við venjulega votheysverkun getur tapið farið upp í 30—40%. — Þessi geymzlu-aðferð á eftir að valda byltingu í heyverkun hér á landi, að dómi forstjóra fyrirtækisins. Mjaltavélar. Þór hf. flytur inn Fullwood mjaltavélar, þær eru enskar og nokkrar í notkun hér á landi. Ljárbrvnsluvélar Ljárbrýnsluvélar sem kosta aðeins 2500 kr. Rafgirðingar með rafhlöðu kosta aðeins 1500 kr. Auk þess hefur Þór hf. staura og plastvír með alumínívafi. — Einnig hafa þeir fjárheldar rafgirðingar, sem eru með hárri spennu, þannig girðingar fara lömb ekki í gegnum. Fjárvogir hafa þeir og lítil og ódýr raf- suðutæki. Ný gerð af sláttuvél, verður flutt inn í ár, en hún er með 4 flötum tromlum, sem eru með áföstum hnífum, einn á hverri tromlu, mjög afkastamikil vél, en þessi gerð sláttuvéla hefur rutt sér til rúms erlendis á síðustu árum. Dælur og vökvakerfi hefur Þór hf. flutt inn. Einnig er fyrirtækið stórtækt á öðrum sviðum, því það flytur inn margskonar iðn- aðarvélar, dráttarbrautir, krana, malbikun- arvélar og margt fleira. A.G. Þegar samningar voru undirritaðir, um sölu Ford traktora ó Islandi. Mennirnir ó myndinni, talið frá vinstri: Knud Andersen, forstjóri Ford Motor Co. í Kaupmannahöfn. Mr. J. R. Smart, starfsm. hjá Ford í Bretlandi. Einar Þorkelsson, forstj. Þórs hf. Guðmundur Sigurþórsson, starfsm. hjá Þór hf. og G. G. Buckley, forstj. Ford Motor Co. (traktorar) í Bretlandi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.