Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 10
84
FREYR
ar. Mátti því búast við, að fram kæmi blend-
ingsþróttur í fyrsta lið, jafnvel þótt hinn
aðfengni hrútur hefði aðeins verið meðal
kind. Hins vegar telur höfundur, að hann
hefði ekki átt að setja á gimbrar
undan Holts-hrútnum því að dætur hans
hefðu gert léleg lömb, og kennir hann um
tregðu þeirra til að mjólka. Slíkt getur rétt
verið, en höfundur getur ekki um, hve léleg
lömb dætur Kubbs gáfu, t. d. hvort þau
voru lélegri en lömb undan jafngömlum
ám af heimastofni, sem fengið höfðu við
hrútum af sama stofni, eða voru þau lélegri
en lömbin hans, áður en hann keypti Kubb,
eða voru þau bara rýrari en höfundur gerði
sér vonir um undan svo fallegum ám? Ef
við göngum út frá því, að lömbin undan
dætrum Kubbs hafi verið rýrari en hrein-
ræktuð lömb af heimastofninum, undan
jafngömlum ám, þá getur verið um þrjár
eða fleiri skýringar að ræða.
í fyrsta lagi gæti hafa verið um skyld-
leikarækt að ræða, t. d. að dætur Kubbs hafi
hefi verið látnar fá við syni Kubbs, þ. e.
hálfbróður sínum, eða við Kubb sjálfum, þ.
e. föður sínum. Margir bændur, sem kaupa
óskylda kynbótahrúta, flaska á því að leiða
saman hálfsystkini undan þeim.
í öðru lagi er líklegt, að dætur Kubbs hafi
verið mun þyngri og því þurftarmeiri en ær
af heimastofni á Eyri, og því hafi þær ekki
getað skilað afurðum samkvæmt eðli sínu
við þau skilyrði, sem voru fyrir hendi í
Fáskrúðsfirði. Mig brestur kunnugleiki á
því, hvernig höfundur fóðrar fé sitt á vetr-
um og fram á vor, en í Fáskrúðsfirði eru
sauðlönd talin rýr, og af einhverjum ástæð-
um eru dilkar þar í flestum árum léttari en
víðast hvar annarsstaðar á landinu. Sumir
fjárbændur hafa orðið fyrir vonbrigðum
er þeir flytja kynbótafé úr landkostum í
rýrðarsveitir, án þess samtímis að bæta
fóðrun og umhirðu fjárins. Þá fer stundum
þannig, að þótt lömb undan hinum aðkeyptu
kynbótahrútum reynist vel, þá valda ær
undan þeim vonbrigðum á ýmsan hátt.
í þriðja lagi getur verið, að dætur Kubbs
hafi verið slakar mjólkurær. Þótt svo hafi
verið, er ekki með því sagt, að Þistilfjarðar-
fé eða holdafé yfirleitt mjólki illa. Ég þekki
engan fjárstofn, sem er svo vel ræktaður, að
fullyrða megi, að hver einstaklingur hans
búi yfir öllum æskilegum kostum. Sem bet-
ur fer hefur Holtsféð og annað fé úr Sauð-
fjárræktarfélaginu Þistli reynzt mörgum
ágætlega og það bændum í sveitum, sem
ekki hafa góð sauðlönd. Vil ég benda höf-
undi á að kynna sér reynslu Austur-Skaft-
fellinga af Þistilfjarðarfé, t. d. þeirra Þor-
steins Geirssonar á Reyðará í Lóni og Egils
Jónssonar, ráðunautar á Seljavöllum, svo
einhverjir séu nefndir. Hann getur líka lit-
ið sér nær. Hafa ekki sveitungar hans, eins
og Guðni Einarsson á Kjappeyri og séra Þor-
leifur Kristmundsson á Kolfreyjustað,
blandað Holtsfé í fjárstofna sína með góð-
um árangri?
m
Þá vil ég snúa mér að spurningum höf-
undar.
1. Fyrstu spurningunni, um hvers vegna
dilkar hafi verið rýrir í Kelduhverfi 1962
og 1963, hefur Árni G. Pétursson, sauðfjár-
ræktarráðunautur, að nokkru svarað í Frey
nr. 13—14 1964 bl. 258. Við það má aðeins
bæta því, að haustið 1964 reyndust dilkar
ágætlega vænir í Kelduhverfi. I Sf. Keld-
hverfinga það ár skilaði tvílemban 29,4 kg
og einlemban 18,0 kg af dilkakjöti að með-
altali. Er það 4,8 kg meiri arður eftir tví-
lembu og 2,6 kg meiri arður eftir einlembu
en árið áður og sýnir að hér er um árferðis-
sveiflur að ræða.
2. Þá spyr greinarhöfundur, hvers vegna
nöfn þeirra Þórarins í Holti, Guttorms í
Geitagerði eða Sigurðar á Gilsá séu ekki
meðal þeirra, sem hafi mestar afurðir af
fé sínu, því samkvæmt dómum mínum eigi
svo að vera. Þetta er ekki rétt með farið. Ég
hef aldrei haldið því fram, að þessir mætu