Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 27
FREYR
101
fjölga kúnum úr 25 í 70, hætta við blandað-
an búskap, en þarna var áður bæði svín og
sauðfé. Ennfremur var gert ráð fyrir að
hefja uppeldi á kálfum til kjötframleiðslu.
Nú var fjósið komið upp, nýtízkulegt
básafjós með flórrennum. Gólfið í básun-
um var klætt með gúmmottum. Sérstakt
mjaltafjós var þarna, með dálkakerfi. í því
eru 8 básar, en 4 kýr mjólkaðar í einu. Sjálf-
virkur kjarnfóðurmælir við hvern bás, þar
er kúnum skammtaður fóðurbætirinn eftir
nythæð. Allt kjarnfóðrið er kögglað, svo að
ekkert fer til spillis, og kýrnar hafa nægi-
legan tíma til að éta það, meðan þær eru
mjólkaðar. Mjólkurkýr eru 65, og annaðist
vinnumaður á bænum mjaltirnar. vinnur
hann í fjósinu 5% klst. á dag, en auk þess
starfar hann utan búsins. Kostnaður við
bygginguna, með öllum útbúnaði, var 1500
gyllini á bás eða í ísl. kr. 17.877,00, en fjósið
án mjaltakerfis rétt um 12.000,00 kr. (ísl.)
á bás. Mykjuþró var við endann á fjósinu,
en í hana rennur mykjan sjálfkrafa úr
flórnum. Þróin er tæmd öðru hverju, en það
verk annast vélamiðstöð, sem rekin er í
sveitinni.
Land jarðarinnar er 34 ha. Eingöngu er
ræktað gras. Kúnum er beitt á ræktað land
yfir sumarið, en heyjað aðeins í vothey.
Auk þess er kúnum gefið úrgangsefni frá
bj órbruggunarstöð.
Kýrnar virtust una sér vel í fjósinu. Mykjan rennur sjólfkrafa
eftir flórrennunum. Gúmmottur eru í öllum bósum.
Bóndinn lét mjög vel yfir þessum breyt-
ingum, var ekki nægilega ánægður með af-
urðirnar, en taldi það samt ekki að marka,
því að nær allar kýrnar eru mjög ungar.
Meðalnyt kúnnar var um 4000 kg síðastliðið
ár, með 4% feitri mjólk. A.G.
Fró véladeildinni í Wageningen. Þar
er verið að prófa herfi. Hœgt er að
breyta rakaóstandi jarðvegsins í
rennunni, svo verkfœrin eru reynd
við mismunandi aðstœður.