Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 26

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 26
100 FREYR Mjög var þessi gerð af slóttu- vélum óberandi á sýningu. Vélin er fest á þrítengi traktorsins og drifin af aflúrtakinu. Undir vélinni eru 3 hlemmar (eða plötur) sem á eru festir skerar. Slá þeir og saxa grasið. landbúnaðarins. Við heimsóttum aðeins þá deild, sem sér um verkfæra og vélaprófanir. Þar starfa 110 manns. Mjög náið samstarf er milli deildarinnar og vélaframleiðenda, en þó ekki fjárhagsleg, því stofnunin fær nær allt sitt fé frá ríkinu. Mjög góð aðstaða er til verkfæraprófana, t. d. hafa þeir sett upp mikla rennu með jarðvegi, þar sem jarð- vinnsluverkfæri eru prófuð og öll skilyrði eru höfð sem líkust því er gerist út á akrin- um. Dráttarvélar eru prófaðar þarna, en þó í smáum stíl, aðeins tvær gerðir véla á ári, meira til að nota við kennslu, en til að kanna hæfni vélanna. Unnið er að ýmsum endur- bótum á landbúnaðarvélum af sérfræðing- um stofnunarinnar. Skýrslur eru árlega gefnar út um niður- stöður prófana og er þá vélum raðað í skýrslunni eftir gæðum, svo bændur eigi auðvelt með að átta sig á hvaða vélar eru taldar beztar, samkvæmt niðurstöðum próf- ana. Heimsókn hjó hollenzkum bónda Skammt frá Amsterdam var skoðað ný- byggt fjós og rætt við bóndann þar. Fyrir rúmu ári síðan var aðeins um tvennt að velja hjá honum, hætta búskap eða gjörbreyta búrekstrinum. í samstarfi við tækni- og hagræðingarráðunaut héraðs- ins ákvað bóndinn að byggja nýtt fjós, Kálfarnir eru aldir upp úti, aðeins skýli yfir þeim. Þeir eru eingöngu fóðraðir á votheyi og kraftfóðri. Þegar myndin var tekin var frost 14° C.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.