Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 16

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 16
90 FREYR tímum þurfti því mjög votviðrasama tíð eða fóðurskort til að áberandi tjóns yrði vart af völdum ormaveiki. Nú síðustu áratugina er fé víða haft í þröngum girðingum vor og haust, en óvíða er staðið yfir fé í heimahög- um né því haldið til beitar að vetrinum. — Fjárhúsum, sem víðast stóðu dreift, hefir verið fækkað, þótt fénu hafi fjölgað, og eru nú auk þess oft heima við bæina. Einnig hafa orðið miklar breytingar á heyvinnslu- aðferðum, og er t. d. líklegt, að ormalirfur lifi lengi í súgþurrkuðu heyi. Breytingar á búskaparháttum hér á landi síðustu áratugina hafa þannig stórum aukið hættuna á því, að fé nái að éta ofan í sig mikið magn af smíitnæmum ormalirfum. Lirfurnar safnast á beitilandið frá saur kindanna, skríða síðan á grasið og berast með því í féð. Einkum eru góð skilyrði fyrir dreifingu á ormalirfum í gróðurmiklu slétt- lendi eins og víða er í námunda við sveita- bæi, og þó mest í votviðratíð. Saurinn frá fénu leysist þá upp í vatninu, en lirfurnar losna og dreifast yfir beitilandið. En þótt smithættan hafi aukizt á síðustu árum, hef- ir aðstaða til fóðuröflunar jafnframt batnað til muna, og ormar þrífast illa í vel fóðruðu fé. Ekki er enn vitað með fullri vissu, hvaða tegundir sauðfjárorma kunni að finnast í íslenzku sauðfé, og lítið er vitað um dreif- ingu ormategunda eftir héruðum eða lands- hlutum. Nýjar ormategundir gætu borizt til landsins og breiðst út milli landshluta án þess nokkur maður yrði þess var. Af þekk- ingarleysi á þessu sviði stafar landbúnað- inum mikil hætta. Sem dæmi má benda á það, að á síðasta mannsaldri hefir nokkrum sinnum verið flutt inn í landið bæði sauðfé og nautgripir erlendis frá, án þess að skeyta því á nokkurn hátt, hvaða nýjar ormateg- undir bærust með þessum skepnum í ís- lenzka búféð. Ekki er unnt að áætla þann skaða, sem gæti leitt af nýjum skæðum ormategundum, sem kynnu að berast til landsins og þróast vel við okkar búskaparskilyrði, en algjör út- rýming á ormategund, sem hefir einu sinni náð að smita bústofninn, er talin ófram- kvæmanleg. Á síðustu árum hefir vaknað áhugi á því að ala sauðfé á ræktuðu landi. Enn er ekki vitað, að hve miklu leyti ormasýking kunni að verða því til hindrunar, eða með hvaða ráðum sé unnt eða auðveldast að forðast skaða af ormavöldum. Fyrstu tilraunir hér á landi til að ala sauð- fé í þröngum beitarhólfum yfir sumarið, hafa verið gerðar á Korpúlfsstöðum undan- farin sumur á vegum Atvinnudeildarinnar og undir stjórn dr. Sturlu Friðrikssonar. Ég hefi, með aðstoð starfsfélaga minna, reynt að fylgjast nákvæmlega með þróun orma í þessu fé og gera samanburð á því og kindum, sem ganga frjálsar á fjalli yfir sumartímann. Með því móti vildi ég leitast við að kanna þá hættu af ormasýkingu, sem fénu stafaði af þröngri beit í hólfunum og fá bendingar um það, hvernig mætti draga úr þeirri hættu. (Vil ég hér með leyfa mér að vísa á grein um þetta efni, um orma í sauðfé, sem birtist nú í sumar í Árbók land- búnaðarins(9). Ég vil þegar taka það fram, að þetta eru aðeins byrjunarathuganir, sem miðast við einn ákveðinn stað, en eins og fyrr getur, verður að gera ráð fyrir mjög breytilegum skilyrðum víðsvegar um landið, og einnig hefur veðurfarið á hverri árstíð og frá ári til árs mikla þýðingu í þá átt að auka hættu á ormasýkingu í sauðfé eða draga úr henni. í tilrauninni á Korpúlfsstöðum voru alls 16 tvílembdar ær. Þetta fé var haft í tveim- ur hólfasamstæðum, þannig að í annarri voru hafðar 6 ær og 12 lömb, en í hinni 5 ær og 10 lömb. Fimm ær ásamt 10 lömbum gengu frjáls á fjalli. Allt féð í hólfunum var vegið hálfsmán- aðarlega og tekin saursýn úr því einu sinni í mánuði. Á tilraunasvæðinu höfðu verið ræktaðar ýmsar grastegundir, borið vel á og því skipt með girðingu. í annarri hólfasamstæðunni (B3) voru sérstök hlið til smugubeitar fyr- ir lömbin, þannig að þau gátu bitið í 2 hólf- um, en ærnar aðeins í einu hólfi í senn. í hinni hólfasamstæðunni (B2) var helmingi kindanna, 3 ám og 6 lömbum, einu undan hverri á, ekki gefið neitt ormalyf, en hin 6 tvílembingslömbin og ærnar 3 í sama hólfi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.