Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 12

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 12
86 FREYR PÁLL A. PÁLSSON: Um útflutning hrossa og smitsjúkdóma Nokkur undanfarin ár hefur útflutn- ingur á hrossum verði hafinn að nýju, þó í smáum stíl sé miðað við það, sem var á fyrstu áratugum aldarinnar. Á- hugi fyrir íslenzkum hrossum, og þá einkum reiðhestum, er mestur í Þýzkalandi, Sviss og Hollandi. Skoðanir manna hér á landi eru nokkuð skiptar um hrossaútflutning, einkum að því er varðar útflutning kynbótahrossa. Á árunum 1957—1964 hafa verið flutt út alls 2480 hross, þar af eru 81 hestfolald og graðhestar, 1123 merfol- öld og hryssur og 1276 vanaðir hest- ar. Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda hrossa, sem út hafa verið flutt ár hvert. Gilsó í Breiðdal: M EÐALÞUNGI, K G Meðalfall slátur- Eftir Eftir Eftir á Eftir dilka á Ár TaFa áa tvílembu einlembu m/lambi hverja á Breiðdalsv. kg 1953—'54 24 25,9 15,0 16,4 16,4 12,2 1954—'55 25 28,6 16,5 20,3 19,5 12,4 1955—'56 37 26,0 17,1 20,1 19,0 13,2 1956—'57 47 28,1 16,4 20,8 20,4 13,7 1957—'58 46 25,9 16,5 22,2 22,2 13,4 1958—'59 50 25,3 15,8 19,3 19,0 13,1 1959—'60 56 24,0 16,9 19,4 18,7 13,0 1960—'61 59 24,6 16,0 20,4 19,9 12,4 1961—'62 61 22,1 15,2 18,0 16,6 12,8 1962—'63 73 24,3 16,8 21,3 20,7 12,9 1963—'64 67 25,4 17,2 21,3 21,0 14,1 Meðaltal 25,5 16,3 20,0 19,4 13,0 Taflan sýnir, að meðalfallþungi tvílemb- inga undan skýrslufærðum ám í Holti er, þau 14 ár, sem taflan nær yfir, nákvæmlega sá sami og meðalfall allra dilka, sem slátrað er á Þórshöfn sömu ár. Tvílembingar undan skýrslufærðum ám á Gilsá eru til jafnaðar á 11 ára tímabili aðeins 250 grömmum létt- ari en meðalfall allra sláturdilka á Breið- dalsvík sömu ár. Þetta bendir ótvírætt til, að fjárstofnar bræðranna í Holti og Sigurð- ar á Gilsá séu ekki tregari til mjólkur en fé annarra bænda í sömu byggðarlögum. 3. Spurt er, hvort ég eða Árni G. Péturs- son myndum ráðleggja bændum að ala upp mjólkurkýr undan holdanautum. Fyrir mitt leyti myndi ég ekki ráðleggja nokkrum bónda að ala upp mjólkurkú undan nauti af stofni, sem aðeins hefur verið ræktaður til holda, en ég tel það kost á nauti af mjólkur- kúastofni, að það sé holdgott. Ég myndi heldur ekki ráðleggja bónda, sem fæst við dilkakjötsframleiðslu að ala upp ær undan holdlausum illa vöxnum hrút. Halldór Pálsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.