Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 19

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 19
FÉ RÚIÐ Á VETRI Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hér á landi hin síðari ár að taka af sauðfé ullina um miðjan vetur. Þegar ég heyrði fyrst talað um vetraraf- tekningu sauðfjár fannst mér, að þarna opnuðust leiðir til vinnuhagræðingar fyrir sauðf j árbændur. Fyrst 1964 taldi ég mig hafa ástæður til þess að framkvæma vetrarrúning. Þá var tekið hér af öllu fé á heimilinu, með venju- legum handklippum, en lengi var ég að því og tel það næstum ógerlegt, nema þar sem mjög fátt fé er. Árið 1965 var tekið hér af öllu fé með vélklippum, gerðu það vanir menn og voru þá vinnubrögð allt önnur. Ég ætla í stuttu máli að lýsa þessari nýbreytni, eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Til þess að hægt sé að framkvæma vetrar- aftekningu, svo að í lagi sé, verða að vera til sæmileg fjárhús, nægilegt fóður og ástæð- ur til þess að fara vel með féð eftir aftekn- ingu, einkum ef votviðrasamt er. Féð þolir illa bleytu og verður því að gæta þess, að það standi ekki í höm við hús eða í haga. Þurrakuldi gerir því ekki eins mikið til, ef fénu er gefið eins mikið og það vill éta. Við vetraraftekningu verður ull meiri og betri. Hirðing um sauðburð er miklu léttari, eink- um þar, sem féð er látið bera á húsi. Séu almenn samtök um vetrar-aftekn- ingu þá fækkar að miklum mun frávilling- um, því að við vorsmalamennzku til rúnings vilja lömb oft villast undan og einkum þó tvílembingar, sauðfé í tveim reifum hættir að sjást og hið hvimleiða ullarhaft er úr sög- unni. Venjulega er ákveðinn dagur eða dagar á sumri valdir til aftekningar. íslenzk veðr- átta er hverful og kannski næstu daga get- ur gert kalsa rigningar-veður, sem verður því valdandi, að ærnar geldast að miklum mun og þar af leiðandi fást minni afurðir. Ég hef tekið af öllu fé hér á heimilinu, en ég gæti hugsað mér, að gamlar tvílembur yrði að láta bíða til vors, en til þess hefur ekki komið hér enn, vegna þess, að f é hér er ungt að árum. Fjárskipti fóru hér fram haustið 1960. Stærsta atriðið í þessu sambandi tel ég þó vera, að venjan er að taka af sauðfénu í byrjun júlí og þá eru heyannir að byrja. 1 smalamennskur og aftekningu fara jafnan nokkrir dagar og þá er oftast hagkvæmasta heyskapartíðin, en sjaldnast er byrjað á hey- skap fyrr en að lokinni aftekningu og seink- ar það oft heyskapnum meira en þessum dögum nemur. Ég lít þannig á þetta mál, að vísindamenn okkar á þessum sviðum mættu reka meiri áróður fyrir þessari vinnuhagræðingu, því að annars er hætt við að útbreiðsla vetrar- rúnings eigi langt í land. Ég er mjög þakk- látur þeim tilraunamönnum, sem hófu til- raunir með vetraraftekningu sauðfjár og ég tel að þær hafi orðið mér til verulegs ávinn- ings í starfi, og ég óska þess, að flestir starfs- bræður mínir geti haft þá aðstöðu í lífinu að geta tekið af fé sínu á tímabilinu frá miðj- um febrúar og fram í miðjan marz. Sveinn Guömundsson

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.