Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 8
82
FREYR
— Við greiðum um 75% af iðgjöldunum
til Brunabótafélagsins, og fáum jafnstóran
hluta bættan verðum við fyrir tjóni. En auk
þess greiðir Brunabótafélagið til okkar 25%
af þeirri upphæð sem þeir fá sem umboðs-
laun og vegna eftirlits.
— Hvað eru svo margir fjáreigendur með
í félaginu?
— Það eru rúm 80% með; þeir voru með
strax í upphafi. En þeir, sem ekki eru gengn-
ir í félagið nú í janúarlok, verða að greiða
sérstakt inntökugjald. En þó nær þetta ekki
til manna sem kunna að gerast fjáreigendur
eða flytja inn í sveitina, þeir geta gengið í
félagið, án þess að greiða sérstakt gjald.
— Hvað námu iðgjöldin mikilli upphæð
síðastliðið ár?
— Þau voru um 40 þúsund krónur.
— Hvernig var svo afkoma sjóðsins á
árinu, var eitthvað um lambalát hjá ykkur
síðastliðið vor?
— Já, því miður, við urðum fyrir nokkru
tjóni síðastliðið vor, var það slæmt, að það
skyldi koma fyrir. Það hefði orðið erfitt
fyrir félagið hefði ekki verið um endur-
tryggingu að ræða. En bótaskylt tjón varð
37,26 ær. Þetta var hjá þrem fjáreigendum
og þeir höfðu allir tryggt á hæzta skala, og
fá bætur samkvæmt honum. Á bótaskylda
kind fá þeir 1274 kr, en það eru 80% af af-
urðatjóninu eins og það er reiknað. Bóta-
skylt tjón varð því 47,471 kr. Niðurstaðan
varð sú, að iðgjöldin hrukku til að greiða
tjónið, en við eigum eftir styrk þann sem
við fengum frá hreppnum, búnaðarfélaginu
og búnaðarsambandinu, en við höfum feng-
ið loforð frá þessum aðiljum um samtals 60
þús. kr. framlag, sem greiðist á næstu 5 ár-
um.
— Heldur þú að hœgt væri að koma á
heildar búfjártryggingu, yfir allt landið?
— Ég vil halda því fram, að eitt af höfuð-
málum landbúnaðarins sé einmitt trygg-
ingamálin. Það er mjög alvarlegur hlutur
að hugsa til þess f jármagns, sem fest er í bú-
fé um allt land, að aðeins óverulegur
hluti þess sé tryggður. Og ef við förum að
bera tryggingu landbúnaðarins saman við
það, sem er hjá öðrum atvinnuvegum, þar
sem allt er topptryggt, þá sjáum við hversu
þýðingarmikið mál þetta er og nauðsynlegt
að leysa það á einhvern hátt sem fyrst.
Bændur hafa verið tregir til að viður-
kenna nauðsyn þess að vera vel tryggðir,
en ég hef trú á því, að þessi hugsunarhátt-
urinn hafi breytzt allverulega frá því að
Búnaðarfélag íslands kannaði á sínum tíma
undirtektir bænda gagnvart skyldutrygg-
ingu búfjár. A. G.
Síðastliðið haust birtist mynd hér í Frey af
fóðurvagni, og áskorun til lagtœkra manna
að smíða slíkan vagn. Hjá Aluminíum og
Blikksmiðjunni hf., Súðavogi 42, var brugð-
ist fljótt við og smíðaðar tvær gerðir af fóð-
urvögnum, mynd af þeim var birt i Hand-
bók bœnda. Hér er ný gerð af fóðurvagni. —
Skúffunni er hægt að halla til beggja hliða
einnig er hægt á auðveldan hátt að taka
hana af og nota þá vagninn til að flytja poka,
mjólkurbrúsa o. fl.