Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 9

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 9
FREYR 83 Hvar erum við staddir í sauðfjárrœktinni? Miðvikudaginn 25. ágúst 1965 birtist grein í ísafold og Verði, eftir Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóra, sem er allr- ar athygli verð fyrir íslenzka bcendur. Það fer ekki fram hjá þeim, sem lesa þessa grein, að Halldór þykist kunna skil á öllu, sem að sauðfjárrœkt lýtur. Gott og vel. Er það nú alveg víst að hann einn hafi rétt fyrir sér í öllu og að allt sé ungœðisháttur og vitleysa, sem Stefán Aðalsteinsson segir um þessi mál. Getur búnaðarmálastjóri sagt okk- ur hvers vegna dilkar voru rýrir í Keldu- hverfi haustið 1962 og 1963. Getur hann sagt okkur hvers vegna við fáum ekki að sjá nöfn þeirra Þórarins í Holti, Guttorms í Geitagerði eða Sigurðar á Gilsá, meðal þeirra, sem hafa mestar afurðir af fé sínu? En samkvœmt dóm- um hans œtti þó svo að vera. Það sem ég vil leggja til þessara mála er reynsla mín af holdafénu, sem ég álít hliðstœðu við holdanaut. Því ráðleggja þeir Halldór Pálsson og Árni G. Pétursson ekki bœndum að fá sér holdanaut til að ala upp mjólkur- kýr undan? Vorið 1952 fór ég á fœrabát norður að Langanesi. Við lágum veðurtepptir á Þórshöfn í 3 daga. Ég sá þar fé, sem mér fannst fallegra en mitt fé og komst þá fyrst í kynni við Holtsféð. Ég fékk svo hrút frá Þórarni í Holti um haustið og svo sannarlega fékk ég falleg lömb undan þeim hrút, á meðan ég átti bara austfirzkar œr. Það grunaði mig ekki þá, að ég mcetti ekki setja á gimbrar undan honum, en nú veit ég, að œr út af Holts- fé eru ekki mjólkurœr og að litlu lömb- in undan þeim gera of fáar krónur á haustin. Jón Úlfarsson, Eyri, Fáskrúðsfirði Svar dr. Halldórs Pálssonar Gísli Kristjánsson, ritstjóri, hefur sýnt mér framanritaða grein eftir Jón Úlfarsson, Eyri í Fáskrúðsfirði, og boðið rúm fyrir svar við spurningum, sem greinarhöf. beinir til mín. Ég þakka boðið og tek því, vegna þess að málefnið, sem rætt er, varðar fjárbændur yfirleitt. Greinin er gagnorð ,en því miður birtir höfundur engar tölur til að skýra mál sitt eða sanna, heldur notar aðeins lýsingar- orð, en þau geta verið ærið ónákvæmur mælikvarði. Greinarhöfundur skýrir frá reynslu sinni af kynbótahrút frá Holti í Þistilfirði, er hann keypti 1952. Hann telur sig hafa fengið á- gæt lömb undan hrútnum. Þess mátti vænta, bæði vegna þess, að hrúturinn, Kubbur að nafni, var ágætur einstaklingur, og svo vegna þess, að hann var óskyldur fé höfund-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.