Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 21

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 21
FREYR 95 algjört met í sölu heyvinnuvéla, það sýnir hvað vélin er vinsæl og nauðsynleg, enda hefur Fjölfætlan sannað ágæti sitt hér á landi. Þegar fyrsta Fjölfætlan var flutt inn, höfðu þær verið á markaðnum erlendis í eitt ár. Strax í upphafi voru 3 stærðir af Fjöl- fætlunni 2ja — 4ra og 6 stjörnu vélar, ein vél bættist við í fyrra, hún er lyftutengd, og mjög þægileg í flutningi milli vinnustaða. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á Fjölfætlunni frá því að hún kom fyrst á markaðinn, en þær hafa miðað að því að gera hana einfaldari ag jafnframt traust- ari. Fyrstu árin bar verulega á tindabroti, en síðastliðið ár brotnuðu sárafáir tindar í þessum nýju vélum eða aðeins um Vz tind- ur að jafnaði á vél, sem þá voru í notkun bæði gamlar og nýjar. Smyrja þarf Fjöl- fætluna reglulega þegar verið er að nota hana, smurstaði á stjörnunum þarf að smyrja daglega. Mestu meðmæli sem fyrir- tækið hefur fengið frá Fjölfætlueiganda, voru þau að hann teldi Fjölfætluna geta komið í stað súgþurrkunar með köldu lofti. Með hjólmúgavél er fljótlegt að raka heyinu saman í garða ef útlit er fyrir skúr, en enn- þá fljótlegra er að dreifa úr múgnum með Fjölfætlunnni. Ford tráktorar Um mánaðarmótin okt. nóv. fékk Þór hf. urrjboð hér á landi, fyrir Ford-traktora. Fyr- Select-O-Speed. Sjólfskipting, þá er hœgt að skifta um gíra á ferð með einu litlu handfangi, 10 gírar áfram og 2 afturábak. ur áramót voru seldir og afgreiddir 18 trak- torar. Af traktorunum eru 4 gerðir, 37, 46, 55 og 67 hö, þannig, að bændur geta valið þann traktor, sem bezt hentar hverjum ein- um. Verðið er mjög hagstætt miðað við stærð og búnað. Vélarnar eru gjörbreyttar frá eldri gerðum. Alla Ford-traktora er hægt að fá með sjálfskiftingu. Motorarnir eru sérstaklega byggðir fyrir traktorana, þeir eru slagstuttir, þetta eru ferningsmotor ar, slagið og þvermál stimpils er jafnt, eru þeir því mjög viðbragðsfljótir. Strokkþver- málið er það stórt, að það líkist því sem ger- ist í mjög stórum mótorum. Breytingarnar miða að því að gera motorinn endingarbetri. Ford-traktorinn, sem hingað kemur, er framleiddur í Englandi, í nýrri og mjög fullkominni verksmiðju, þar sem mikil sjálfvirkni er, þessvegna er verðið svo hag- stætt. í verksmiðjunni eru framleiddir 300 traktorar á dag, en auk þess framleiða þeir alla díselmótorana í traktora, sem fram- leiddir eru í Belgíu og Bandaríkjunum. Sláttuvélar við Fordinn eru motordrifn-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.