Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 14

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 14
88 FREYR bótastarfsemi þar í landi með íslenzk hross. Óhöpp við flutninga milli landa hafa orðið nokkur og þessi helzt. 5 hryssur og eitt folald hafa drepizt úr hrossasótt, að því er ráðið verður af lýsingum eftirlitsmanna. Tvær hryss- ur hafa látið fóstri. Þrjú hross hafa lemstrazt svo mikið í flutningum, er skipin lentu í aftakaveðri, að orðið hefur að lóga þeim þegar í stað. Þessi óhöpp hafa öll orðið í flutningum með venjulegum millilandaskipum, hins vegar hafa óhöpp engin komið fyrir í flutningum með flugvélum eða gripaflutningaskipum, enda hafa mun færri hross enn sem komið er verið flutt á þann hátt. Virðist auðsætt að stefna beri að útflutningi með flug- vélum og sérstaklega útbúnum gripa- flutningaskipum, eftir því sem frek- ast verður við komið. Á síðastliðnu ári voru flutt út rúm- lega 300 hross. Ráðgert mun hafa ver- ið að flytja nokkuð fleiri hross til Sviss og Þýzkalands, en frá því var horfið. Ástæðan var sú, að allalvar- legur sjúkdómur gerði vart við sig í íslenzku hrossunum í þessum lönd- um síðastliðið vor og breiddist hann út og ágerðist þegar leið á sumarið. Sjúkdómur þessi lýsir sér með þrálát- um hósta og bólgum í öndunarfær- um. Er hér um að ræða veirusjúk- dóm, sem virðist mjög smitnæmur, er jafnvel talið að hann geti borizt með fólki, sem hirðir eða umgengst sjúk hross, og stundum virðist sjúkdóm- urinnn geta borizt með reiðtygjum. Veikin leggst þungt á sum hross, byrjar venjulega með hósta og útferð úr augum og nösum, síðar koma fram einkenni um bólgur í lungnapípum og jafnvel í sjálfum lungunum og get- ur það stundum dregið sjúklinginn til dauða. Hross, sem lifa af, eru yfir- leitt lengi að ná fullum bata, og kom- ið hefur fyrir, að hross veikjast oftar en einu sinni af þessum sjúkdómi. Stundum fá hrossin samtímis ann- an smitsjúkdóm, hálseitla, en löng reynsla er fyrir því, að sá sjúk- dómur leggst alltaf mjög þungt á ís- lenzk hross, sem flutt eru til útlanda. Orsök hálseitlabólgu er sérstök teg- und keðjusýkla, sem veldur hitasótt, með bólgu í koki og hálseitlum, og fylgja oft alvarlegar og langvinnar í- gerðir, jafnvel lungnabólga, sem dreg- ur sjúklinginn til dauða. Hvorugur þessara sjúkdóma er þekktur hér á landi. Varnaraðgerðir gegn þessum sjúkdómum eru örðugar, og lækning tekur oft langan tíma. Vegna þess, hve samgöngur eru nú greiðar við þau lönd, þar sem sjúk- dómar þessir eru landlægir, og að hing- að slæðist árlega nokkuð af útlenzkum hestamönnum, er full ástæða til þess að vera á verði gegn því að sjúkdómar þessir berist til landsins. Ber þá að hafa í huga, að reiðtygi og notuð, óhrein reiðföt og reiðstígvél geta, ef illa tekst til, borið smit. Sjúkdómar þessir gætu, ef þeir bær- ust til landsins, haft hinar alverleg- ustu afleiðingar eins og meðferð hrossa er háttað hér á landi. Er því full ástæða til þess að hvetja alla, er þessi mál varða, og þá ekki sízt hesta- menn, til að vera vel á verði um það, að til landsins séu ekki flutt notuð reiðtygi eða annað, sem smithætta kann að stafa af.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.