Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 18

Freyr - 15.02.1966, Blaðsíða 18
92 FREYR us) í hverju lambi, en í hólfi B3, sem var nýtt, fundust nær engir ormar af þessari tegund. Þetta bendir til þess, að flækju- ormalirfur frá fyrra ári hafi borizt í tilrauna- lömbin í hólfi B2 og er í fullu samræmi við erlendar athuganir, sem sýna, að þessi lirfu- tegund hefir reynzt mjög lífseig. Eins og fyrr er bent á, má að sjálfsögðu ekki draga of miklar ályktanir af einstakri athugun eins og þeirri, sem hér hefir verið lauslega greint frá. Engu að síður gefa nið- urstöður hennar eindregið til kynna nauð- syn þess, að kanna til hlítar orsakir og af- leiðingar hinnar miklu ormafjölgunar, sem varð í tilraunalömbunum. Einnig þarf að staðfesta, að hve miklu leyti smitnæmar lirfur kunna að safnast fyrir á beitarlandi eða geta lifað í heyi, sem fénu er gefið, hvernig haga skuli ormalyfsgjöfum, svo að þær komi að notum o. fl. Tilraunalömbunum á Korpúlfsstöðum sumarið 1964 farnaðist vel, þótt mikil aukn- ing yrði í þeim af garnaormum í septem- bermánuði. Við annað veðurfar hefði þetta getað farið verr, og ef þessi lömb hefðu ver- ið látin lifa lengur, má búast við, að þeim hefði fljótlega hrakað. — Ýmislegt virðist geta komið til greina til að draga úr hættu af völdum ormafjölgunar í haustlömbum til dæmis: 1) að slátra þeim snemma við sumarslátr- un. 2) Að setja þau í ný, hrein hólf í ágústlok. 3) Að gefa mæðrunum fóðurbæti til að auka mótstöðu lambanna. 4) að þaulreyna hentug ormalyf. Margt bendir til þess, að fullorðnu fé sé alloft gefið ormalyf án þess að ormaaukn- ing hafi átt sér stað, t. d. að haustinu eða fyrri hluta vetrar. En stundum sé jafnvel ekkert lyf gefið, þegar ormafjölgunin er mest, t. d. seinni hluta vetrar og á vorin. Er þá ekki við ormalyfið að sakast, þótt það komi að litlu haldi. Mörgum mun það held- ur ekki nægilega ljóst, þótt það sé gamal- kunnugt, hversu mikils virði fóðrunin er til að vinna á móti ormaaukningu í fénu. Magnús Einarsson dýralæknir orðar þetta svo í grein í Frey 1918: „Nauðsynlegt er að byrja snemma að haustinu að gefa því fé með beit, sem hætt- ir helzt við að fá ormaveiki. Léleg haustbeit einvörðungu er slíku fé ónóg“(5). Þetta mun vera rétt hjá Magnúsi og er enn í fullu gildi. Víða um landið er lömbum beitt vikum og mánuðum saman að haustinu í þröngum girðingarhólfum heima við bæi. Má þá ætla, að svipuð hætta sé á ormasmitun eða upptöku á ormalirfum og í beitarhólfunum á Korpúlfsstöðum. Við þær aðstæður getur ormaaukningin auðveldlega orðið það ör, að venjulegar ormalyfsgjafir nægi ekki til að bata lömbin eða forða þeim frá ormasýk- ingu. Þótt auðvelt sé að benda á ýmis mistök í meðferð fjárins, sem geta leitt til aukinn- ar ormaveiki, er ekki, að svo stöddu, unnt að gefa nægilega ýtarlegar leiðbeiningar eða reglur um meðferð fjárins, fóðrun og ormalyfsgjafir. Til þessa skortir enn nógu víðtæka þekkingu ,sem byggð sé á nákvæm- um rannsóknum á sauðfjárormum við ís- lenzkar aðstæður. Að síðustu vil ég leggja áherzlu á þetta: Treystið ekki of einhliða á ormalyfin til að forða fénu frá ormaveiki. — Leggið höfuð- áherzlu á fóðrun fjárins og holla beit og gætið ásetningslambanna sem bezt að haust- inu. — Hafið ormalyfin tiltæk. Notið þau einkum í unga féð og þegar mistök við fóðr- un eða önnur óviðráðanleg atvik valda ormaaukningu í fénu. HEIMILDIR: 1) Magnús Stephensen: Veterinær Selskabs Skrifter 1. Del, 1808. 2) Snorri Tónsson: Tidskrift f. Veterinærer 2. Række, 1879. 3) Magnús Einarsson: Freyr 1, 53, 57 og 65, 1904 4) Magnús Einarsson: Freyr 2, 1, 1905. 5) Magnús Einarsson: Freyr 15, 68, 1918. 6) Jón H. Þorbergsson: Freyr 23, 80, 1926. 7) Jón Pálsson: Búnaðarritið 42, 74, 1928. 8) Níels Dungal: Búnaðarritið 50, 1936. 9) Guðm. Gíslason: Árbók landbúnaðarins 16, 87, 1965.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.