Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1970, Side 16

Freyr - 01.04.1970, Side 16
Gammaglóbúlín Gammaglóbúlín, — hvað er nú það? munu einhverjir spyrja. Glóbúlín er próteinsam- band í blóðinu, sem hefur mikilvægum hlutverkum að gegna og hefur fyrir löngu verið sannað, að hjá ungum kálfum (og efalaust ungviði annarra dýra einnig), gegn- ir því hlutverki m. a. að verja þá gegn hætt- um af smiti. í ríki spendýranna er það þekkt og viðurkennt, að ýmis mótefni (varnar- efni) berast fóstrinu frá blóði móðurinnar. Og þar sem hér um ræðir kálfa ber að geta þess, að gammaglóbúlín þeirra berst þeim með broddmjólkinni fyrst og fremst. Endur- teknar rannsóknir og tilraunir um áraraðir hafa sýnt og sannað, að kálfar, sem ekki fá jafnvel hart gamalt tún þolir þetta ekki, það fara að sjást arfaklær í slóðinni strax á næsta sumri, en sérstaklega ef umferð- in á sér stað síðsumars. Þetta, með múgavélarnar, þurfa framá- menn okkar í ræktunarmálum að taka til gaumgæfilegrar athugunar, ekki síður en áburðar- og jarðvegsrannsóknir, svo og hver bóndi hjá sér. Sennilega væri túnum okkar bezt borgið, á þessari miklu vélaöld, með því að fjar- lægja grasið um leið og slegið væri, eins og þegar er gert á stöku stað. Þá losna túnin við mikið traðk, þá munu heytætlurnar vera minni skaðvaldar við heysnúning en múgavélarnar. Annars þarf að stefna að því í framtíðinni að þurrka heyið í þurrkurum, þá fengist ábyggilegt fóður og mætti spara hin miklu fóðurbætiskaup. Ekki skal taka þetta spjall mitt svo, að ég hyggist vera búnaðarráðunautur, en ef þessar línur mættu verða bændum og búaliðum til um- hugsunar og athugunar, er tilgangi mínum náð. Sunnuhvoli, Akrahreppi, 10. okt. 1969, Friðrik Hallgrímsson broddmjólk, hafa miklu minna mótstöðuafl gegn kvillum, og einkum gegn meltingar- kvillum, en þeir, sem fá hana í ríkum mæli. Erlendis er það algengt, að ungkálfar eru keyptir í stórum stíl og aldir upp í vissum búum, aðallega með gervimjólk. Þetta hefur heppnazt misjafnlega, því að meltingar- kvillar og allskonar veilur í kjölfari þeirra hafa gert sín vart, stundum valdið alvar- legum hnekki í þroskaferli kálfanna. Við endurteknar athuganir hefur það sýnt sig, að þeir kálfar, er fá fyrstu broddmjólkina sem fyrstu næringu og nærast af brodd- mjólk einungis a. m. k. tvo til þrjá fyrstu daga ævinnar, hafa allt annað heilsufar og þrif en hinir, sem litla eða enga broddmjólk fá. Kvillar og dauðsföll eru algeng hjá þeim, sem ekki hafa nærzt af broddmjólk. í fyrsta lagi verkar broddmjólkin hreins- andi á meltingarfærin og færir þarmbik kálfanna út úr líkamanum. í öðru lagi eru varnarefni í ríkum mæli í broddmjólk og enginn kálfur, sem ætlað er líf til frambúð- ar, má án broddmjólkurinnar vera, hún er honum einskonar lífslind á fyrsta áfanga tilverunnar. Það er engin leið að verja ungkálfa gegn smiti af ýmsu tagi, sem kemst í meltingar- veg þeirra og veldur meltingartruflunum. Algengur kálfakvilli er skitan og líklega al- gengastur allra, en þó að hún verði ekki með öllu fyrirbyggð við að láta kálfinn njóta broddmjólkurinnar í sem ríkustum mæli, er hún bezta vörnin sem þekkist til þess að takmarka hinn leiða kálfakvilla. Því fyrr sem kálfurinn fær sinn gamma- glóbúlínskammt í broddmjólkinni og þeim mun meira, sem hann fær, þess betra. En það er nú svo, að því skemmri sem geld- staða kýrinnar er, þeim mun minna er af gammaglóbúlíni í broddmjólkinni. Erlendis er hægt að kaupa gammaglóbúlín sem læknislyf, og ætti því einnig að vera hægt að fá það hér á landi, en því er ekki að leyna, að bezt er hin náttúrlega móður- mjólk, fyrir kálfinn eins og annað nýfætt ungviði. 152 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.