Freyr - 01.04.1970, Page 18
um, og hefur víða verið þörf á því. Þá má
líka minna á það, að enn er til ungt fólk í
sveitunum, sem telur það tilhlökkunarefni
að fara í göngur.
Nú standa yfir miklar athafnir á þessum
afréttarlöndum í sambandi við fyrirhugaðar
virkjunarframkvæmdir við svokallaða Sig-
öldu, og er þegar farið að mæla fyrir há-
spennulínu frá Búrfellsvirkjun þangað.
Einnig hefur verið lagður vegur frá Þjórs-
árbrúnni við Búrfell og inn að Sigöldu, en
það er 32 km leið.
* * *
Fyrir rúmum 20 árum, var stofnað Ræktun-
arsamband Ása- Holta- og Landmanna.
Vélakostur þess sambands hefur venjulega
verið mikill og verkefnin voru næg framan
af árum, en hafa mjög dregizt saman. Hin
síðari ár hefur sambandið ekki haft nóg
verkefni fyrir tæki sín á félagssvæðinu.
Annað ræktunarsamband er í Ðjúpárhreppi
fyrir þann hrepp.
Á s.l. vori bar nokkuð á kali í túnum á
Suðurlandi, bændur munu þó yfirleitt ekki
hafa áttað sig á því, fyrr en nokkuð leið á
vorið, hversu eyðileggingin var mikil.
Stórar skellur blöstu víða við í túnum,
þar sem gróður allur var aldauða, annars
staðar kom upp arfaþvæla. Þess mun ekki
hafa verið annars kostur en bera á túnin,
eins og venjulega, hvernig sem ástand
þeirra var. Var slíkt mjög tilfinnanlegt af
því að gífurleg verðhækkun varð á áburði
á s.l. vori.
Mikið er rætt um, hverjar orsakir eru
fyrir kalskemmdunum, er þar sennilega um
fleiri samverkandi orsakir að ræða. í þessu
sambandi hefur það verið nefnt, að tún voru
víða ekki slegin fyrr en seint árið áður.
Voru þau þá úr sér sprottin og rótin orðin
fúin. Það kann að vera, að einhvers staðar
hafi þetta átt þátt í kalskemmdum, en ég
veit þó dæmi þess, að tún, sem var slegið
snemma á því sumri er nú nær ónýtt. Ann-
að tún, sem var ekki slegið fyrr en seint, þá
úr sér sprottið, reyndist óskemmt.
í maí s.l. vor voru mikil hlýindi, jörðin
þiðnaði og það voru orðnar ein eða tvær
tommur niður á klaka. Tún, sem voru í
góðri rækt, voru að byrja að grænka, þá
kom hörkufrost, og það er líklegt, að það
hafi valdið rótarslitum. Tel ég þetta senni-
legustu skýringuna á þeim stórkostlegu
skemmdum, sem voru í túnum okkar sunn-
lenzkra bænda s.l. sumar. Einnig bar mikið
á því, að tún spruttu ekki, þó að þau væru
lítið eða ekkert skemmd, og fengju áburð
eins og venjulega. Margar getgátur eru uppi
um orsakir þessa, og er það ihugunar- og
rannsóknarefni fyrir sérfræðinga okkar á
sviði grasræktar að leita þeirra.
Á Laugarlandi í Holtum er sameiginlegur
barna- og unglingaskóli fyrir Ása- Holta- og
Landmannahrepp. Sá skóli er búinn að
starfa í ellefu ár. Skólinn var upphaflega
byggður sem heimavistarskóli. Fyrir tveim-
ur árum var það orðið ljóst, að skólinn var
of lítill. Var þá hafizt handa um að láta gera
teikningar og kostnaðaráætlanir fyrir
heimavist og kennslurými fyrir 28 nem-
endur að auki. Þegar áætlanir lágu fyrir
tók skólanefndin þá ákvörðun, með sam-
þykki fræðsluyfirvalda, að breyta skólanum
í heimankeyrsluskóla. Almenn ánægja var í
sveitunum með þetta fyrirkomulag, og eng-
ar líkur eru til þess, að heimavist verði tek-
in upp aftur við þennan skóla á næstu árum.
Þarna er líka um mjög mikið fjárhagsatriði
að ræða í þessu sambandi, bæði fyrir ríkið
og viðkomandi sveitarfélög, því talið er, að
heimavistar- og kennslurými kosti nú nær
einni miiljón króna fyrir hvern nemanda.
í Djúparhreppi er heimangönguskóli fyr-
ii' börn, en unglingum er ekið í skóla að
Hellu
* * *
1 Holtahreppi eru tvær verzlanir, önnur
er útibú frá Kaupfélaginu Þór á Hellu, við
Landvegamót, og útibú frá Kaupfélagi
Rangæinga á Hvoisvelli er á Rauðalæk.
Einnig er bílaviðgerðarverkstæði á Raaða-
154
. r e r r