Freyr - 01.04.1970, Page 38
ROTMAKK
KVERK
ófáanlegt
framvegis
Kálflugan er
mjög svipuð
húsflugu að
stærð og útliti.
Til vinstri er
kvendýr og til
hægri er höfuð
af karldýri.
í nokkuð mörg ár hefur plöntulyfið Rot-
makk Kverk verið mikið notað gegn kál-
maðki hérlendis, bæði í kál- og rófnarækt-
un. Árangur af notkun þess hefur yfirleitt
verið prýðilegur, og margir hafa álitið lyfið
áhrifamest allra til útrýmingar kálmaðki.
Rotmakk Kverk er fljótandi samband af
Lindan og Chlordan, og hefur jarðvegurinn
umhverfis plönturnar verið bleyttur með
upplausn af því í vatni.
Nú hefur framleiðslu og þar með sölu
á Rotmakk Kverk eins og svo mörgum öðr-
um klórauðugum plöntulyfjum, verið hætt
mjög víða af öryggisástæðum, því sýnt er
að lyf þessi hlaðast upp í jarðveginum og
safnast jafnframt fyrir í fituvefjum manns-
líkamans.
Stöðvun framleiðslunnar þýðir það, að
allir þeir, sem hingað til hafa notað Rot-
makk Kverk til varnar gegn kálmaðki,
verða að snúa sér að öðrum lyfjum á kom-
andi vori.
Ræktunarfólk ætti að fara að íhuga þetta
hvað úr hverju og velta vöngum yfir hvaða
önnur lyf geti komið hér í stað.
Hjá þeim, sem verzla mest með plöntulyf,
höfum við gert smákönnun á því, hvaða
lyf þeir muni verða með í vor, sem til greina
koma gegn kálmaðki, og hefur það leitt í
ljós, að eftirfarandi gerðir verða til sölu:
Alvora — P fljótandi orto-dibrom. Hefur
ekki verið reynt hér gegn kálmaðki en
hefur aftur á móti gefizt vel sem úðunarlyf
gegn blaðlús og fiðrildalifrum. Styrkleiki
við vökvun 0.125%.
Basudin fljótandi diazinon; mjög fjöl-
virkt lyf. Styrkleiki 0.1—0.3%. Hefur verið
notað hér nokkuð undanfarin 2—3 ár. Ár-
angur þykir misjafn.
Gesarol DDT-samband, sem ennþá er
framleitt, en mun senn hætt að nota víðast
hvar, og er nú þegar sumsstaðar bannað
við matjurtaræktun. Er í duftformi, einnig
sem úðunarlyf.
Lindasect 20 Klórauðugt fljótandi efna-
samband með hliðstæða eiginleika og DDT.
Notkun þess þó hvergi bönnuð ennþá.
Styrkleiki 0.12—0.2%.
Malation fosforestersamband, skylt Par-
ation en margfalt veikara eitur. Afar fjöl-
hæft lyf. Fæst bæði fljótandi og sem duft.
Mest notað fljótandi í 0.15—0.2% styrkleika.
Hættufrestur mjög stuttur (7—14 dagar).
Sumithión 50, fenitrotionlyf, sem notað
er í styrkleika 0.15% til úðunar eða vökvun-
ar. Enn sem komið er er engin reynsla af
lyfi þessu hér.
Agritox í kornóttu formi, mun að líkind-
um einnig hægt að fá, hins vegar mun korn-
ótt Basudín ekki verða fáanlegt.
Ó. V. H.
174
F R E Y R