Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1970, Side 39

Freyr - 01.04.1970, Side 39
Bór og Molybden Tvö næringarefni tilheyrandi hópi snefil- efna virðist nauðsynlegt að bera árlega í garðlönd a. m. k. þar sem matjurtir tilheyr- andi krossblómaættinni eru ræktaðar. Efni þessi eru Bór og Molybden, en þau eru bæði lífsnauðsynleg fyrir gróður. Sjálfsagt telja flestir sig vita þetta, a. m. k. um leið og þeir heyra þess getið, eða sjá það á prenti. Samt er það svo, að mjög margir gleyma þessu þegar á reynir, en aðrir gleyma aftur hversu stóra skammta bera þurfi á. í þessu tilliti getur verið varhugavert að treysta um of á minnið, því það getur brugðizt. Þannig fór a. m. k. fyrir þeim tveimur ræktunarmönnum, sem hringdu í undirritaðan í byrjun gróandans í fyrra, en þeir voru alveg miður sín yfir að hafa kom- izt að raun um, að þeir höfðu notað 10 sinnum meira magn af boraxi á rófurnar sínar en ráðlagður skammtur er. Mér er ekki kunnugt um hvernig gekk í þessum tilvikum, enda var satt að segja ekki unnt að ráðleggja neinar þær að- gerðir, sem talizt gátu alveg óbrigðular gagnráðstafanir við þessum stóru skömmt- um . Kannski bjargaði væta sumarsins gróðr- inum með því að skola bóraxinu það djúpt í jörð niður, að ræturnar gátu starfað ó- hindrað, eða kannski varð eitthvað annað til þess að bjarga málunum. Hver veit? En hvað sem því líður, þá má slíkt sem þetta engan henda. Hafið því ávallt fyrir reglu að ganga úr skugga um áburðarmagn áður en hafizt er handa um notkun hans, og notið ekki meira en ráðlegt er, a. m. k. ekki þegar snefilefni eiga í hlut. í ýmsum árgöngum Handbókar bænda er að finna upplýsingar um bórnotkun, en til vonar og vara skal nú rifjað upp eftirfarandi fyrir komandi vor. Bór er borið í garðlönd sem bórax. Ráð- lagt magn liggur á sviðinu 15—30 kg á ha. Bóraxi má blanda í þurran sand svo það dreifist sem jafnast. Að sjálfsögðu má einn- ig setja það saman við dálítið magn af öðrum áburði svo dreifingin verði auð- veldari; þó má ekki setja það saman við kalksaltpétur. Einnig kemur til greina að úða með bóraxupplausn %—1%, en fremur má vökva með upplausn þessari. Fram- leiddur er svo kallaður bórsaltpétur sem hefur 2% kg af bóraxi í hverjum 100 kg. Bórhörgull er hér algengari í gulrófum en nokkru öðru kálmeti. Athuganir víða annars staðar sýna, að rótarávöxtum er alltaf hættara við skorti en öðrum jarðar- gróða. Bórhörgull virðist algengastur í sandjarð- vegi og holtajarðvegi. Molybden: Hér er um að ræða efni fyrir vissan nytjagróður, m. a. blómkál. Sé hörg- ull á molybden þar sem blómkál er ræktað, koma fram óreglulegar skerðingar í blóm- kálsblöðum og í mörgum tilfellum vantar alveg blöðkurnar, þannig, að aðeins eru aðalblaðstrengirnir sjáanlegir. Myndast þá ekki höfuð. Mest er hætt við molybden- skorti í súrum jarðvegi. Fyrirbyggja má molybdenhörgul með því að bera ammonium-molybdat í jarðveg þann, sem notaður er til uppeldis á blóm- káli. Þarf 10 g i lm3 af mold. í sjálft garðlandið má bera 1,0—2,0 kg á ha. Hugsanlegt er að leysa þetta magn upp í vatni og úða upplausninni yfir jarðveginn. Komi fram vöntun eftir gróðursetningu blómkálsins, er einfaldast að úða yfir plönt- urnar 2—3svar með dálitlu millibili með 0,5 kg ammoniummolybdati á ha í senn. Einnig má nota natriummolybdat, en það hefur fengizt hér í verzlunum í skömmtum fyrir ákveðinn plöntufjölda eða landstærð. Við úðun á káli er nauðsynlegt að nota við- loðunarefni í úðunarvökvann ella hripar vökvinn af blöðunum. Ó. V. H. F R E Y R 175

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.