Freyr - 01.04.1970, Page 42
Heildarvelta aðalbankans varð 70.5 milljarðar á
móti 58,7 milljörðum 1968. í útibúum varð mest
velta í Austurbæ 23.1 milljarður og á Sauðárkróki
13,2 milljarðar.
Afgreiðslufjöldi víxla, þar með taldir afurðavíxlar
og innheimtuvíxlar var í aðalbanka 58688 og tala
vanskilavíxla 254, en vanskilaprósenta víxla var
4,1%. I árslok 1968 voru vanskilavíxlar 344 og van-
skil 3,9%.
ÝMISLEGT
Nýtt bankahús var tekið í notkun á Hellu hinn 22.
marz 1969 á fimm ára afmæli útibúsins og bætti það
úr brýnni þörf vegna hins öra vaxtar útibúsins.
A Egilsstöðum eignaðist bankinn nýtt hús í maka-
skiptum og er unnið að fullgerð þess. Hinn 9. júní
1969 var opnuð umboðsskrifstofa frá útibúinu á
Reyðarfirði og er hún opin fyrst um sinn tvo daga
í viku.
A Blönduósi var samið um kaup á íbúð fyrir úti-
bússtjóra.
Þá veitti ráðherra bankanum heimild til að starf-
rækja útibú fyrir Strandasýslu og tekur það væntan-
lega til starfa á Hólmavík á þessu ári.
Smíði bankahússins við Hlemm í Reykjavík er að
ljúka og taka nokkrar deildir hankans til starfa á
næstunni.
STOFNLÁNADEILD OG VEÐDEILD
Stofnlánaleild landbúnaðarins afgreiddi á árinu 916
lán að fjárhæð 116,8 milljónir króna, en árið áður
voru afgreidd 1099 lán að fjárhæð 136,6 milljónir
króna.
A-lán til vinnslustöðva, útihúsa, ræktunar og véla
námu 95.1 millj. krónum, en B-lán til íbúðarhúsa 21,7
milljónum króna .Útistandandi lán Stofnlánadeildar
námu í árslok samtals 1123 milljónum króna.
Varasjóður Stofnlánadeildar hækkaði á árinu um
39,8 milljónir og nam í árslok 124,8 milljónum. Árið
áður lækkaði varasjóður deildarinnar um 39,2 mill-
jónir vegna gengistaps.
Lánveitingar veðdeildar námu samtals 65,6 mill-
jónum króna á árinu 1969. Veitt voru 93 lán til
jarðakaupa samtals að fjárhæð 15 milljónir króna,
en árið 1968 voru lánaðar 7,6 milljónir króna í þessu
skyni.
Þá voru veitt 260 ný lán vegna lausaskulda bænda
samtals að fjárhæð kr 50,6 milljónir
Rekstrarhalli veðdeildar hefði orðið 1,1 mliljón, ef
ekki hefði komið til framlag frá ríkissjóði af gengis-
hagnaði 15 milljónir króna. Til varasjóðs veðdeildar
var því ráðstafað 13,9 milljónum króna og var hann
19 milljónir króna í árslok 1969.
SAMEINING Á BLÖNDUÓSI
Hinn 13. febrúar s.l. var undirritaður á Blönduósi
samningur milli Búnaðarbanka Islands, útibúsins á
Blönduósi annars vegar, og stjórnar Kaupfélags
Húnvetninga hins vegar, þar sem innlánsdeild Kaup-
t'élagsins er sameinuð útibúi bankans.
Samkvæmt samningum hættir innlánsdeildin
starfsemi sinni og flytjast innstæður viðskiptamanna
hennar í útibúið og verða sparisjóðsbækur inn-
kallaðar, en sparisjóðsbækur bankans koma í þeirra
stað. Á sama hátt færast skuldir viðskiptamanna til
bankans að gerðum nýjum greiðslusamningum við
einstaka skuldunauta .
Sérstaklega er tekið fram, að útibú bankans muni
leitast við að veita bráðabirgðarlán gegn hæfilegum
tryggingum til framkvæmda bænda, sem stofnlán
verða veitt til. vélakaupa, rekstrar kaupfélagsins
o. fl. Við sameiningu námu innlán í kaupfélaginu um
37 milljónum króna.
Standa vonir til, að með slíkri sameiningu pen-
ingastofnana sýslunnar með Búnaðarbankann í
Reykjavík að bakhjalli, muni fjármagn héraðsbúa
nýtast betur til eflingai- búskap og atvinnulífi í
Húnavatnssýslu.
DALTON BÚFJÁRMERKI
Fyrir þrem árum hóf ÞÓR hf. innflutning á DAL-
TON búf jármerkjum frá Bretlandi, sem eru úr hertu
plasti og í litum í samræmi við reglugerð sauðfjár-
veikivarna um litamerkingu búfjár. Á merkin er
ennfremur hægt að fá áletrun eftir óskum viðskipta-
vina svo sem brennimark, bæjarnafn eða skamm-
stöfun, allt að fimm stöfum, á aðra plötuna og hlaup-
andi númer á hina.
DALTON búfjármerkin eru af tveim stærðum,
annars vegar stór merki fyrir nautgripi og hross og
hins vegar sauðfjármerki sem eru minni.
Á þeim skamma tíma. sem liðinn er síðan innflutn-
ingur merkjanna hófst, hafa þau náð geysi mikilli
útbreiðslu og má nú segja að notkun þeirra sé orðin
almenn meðal bænda og fer stöðugt vaxandi.
Til að svara þessari auknu notkun og veita bænd-
um fljótari og öruggari afgreiðslu á pöntunum sínum
hefur ÞÓR hf. nú fengið sérstakar vélar, til að
þrykkja áletrun á merkin, en hingað til hefur þurft
að senda pantanir út til framleiðanda og merking
farið þar fram.
Jafnframt hefur ÞÓR hf. tekizt að útvega í vélar
þessar alla þá stafi, sem einkennandi eru fyrir ís-
lenzka letrið (t. d. Þ, Ð, f, Æ) og geta því bændur
pantað þá stafi jafnt sem aðra.
Nýjung er það einnig, að nú er völ á DALTON
sláturmerkjum, þ. e. merkjum til ísetninga í vor-
lömb, til að hafa í til hausts, en þau eru ekki ætluð
sem varanleg merki. Annars eru sláturmerkin að
öllu Ieyti eins og merkin samkv. litakortinu, nema
í hlutlausum lit og talsvert ódýrari.
Þar sem óðum dregur nú nær vori, er rétt að benda
bændum á að panta merki sem fyrst fyrir sauðburð
í vor, svo öruggt verði um afgreiðslu í tíma.
178
F R E Y R