Freyr - 01.02.1971, Side 7
Korn og kjarni er því eitt og hið sama og
ekkert er kjarni annað en það, sem er inn-
an í þegar búið er að losa umbúðirnar og
greina þær frá. Þetta hafa aðrar þjóðir
nafngreint og nafngift þeirra hefur aldrei
ruglast í því sambandi. Allar korntegund-
irnar hjá þeim eru korn eða öðru nafni
kjarni, en síðara heitið helzt notað þegar
um ræðir fóðrun með þessari vöru. (Ensku-
mælandi þjóðir nota Corn um maís og Sví-
ar um bygg sérstaklega). Og hví skyldum
við ekki einnig geta fallizt á að nota hið
upprunalega í þessu sambandi? Þegar búið
er að mala kornið er það orðið mjöl, svo
sem allir vita. Ýmsir hafa talað um að gefa
skepnum mjöl eða deig og mun þá varla
nokkur villast á um hvaða fóður ræðir. Nú
er mjöl gert af allskonar fiskúrgangi og
ýmsu öðru og er þá gjarnan tengt framan-
við mjölið: fiski-, síldar-, hval-, rækju- o.
s. frv. Þetta er ágætt og segir skilmerki-
lega hverskonar mjöl um ræðir hverju
sinni.
Sé aðeins um vijöl að ræða getur það þá
verið bundið við malað korn og þarf eng-
inn að villast á því. Og allt getur borið
heitið mjöl, hvort sem það er gert af byggi,
hveiti, maís, hirsi, rúgi, höfrum eða enn
öðrum korntegundum, það er mjöl af korni
gert, kornið er kjarninn og allt er þetta
kjarnfóður. Þannig hafa aðrir mótað nafn-
giftina og því ekki að afmarka nafn og
skilning til samræmis hér?
Getum við fallist á þetta þá erum við
ekki á neinum villigötum og þurfum ekki
að ruglast eða spyria nánar um við hvað
er átt. Við erum við upDruna heitisins og
nær kjarnanum verður þá ekki komist.
Kjarnfóður ber því að nefna allar þær
tegundir fóðurs, sem gerðar eru af kjarn-
anum einum, hvort sem um ræðir heilan
kjarna, valsaðan, malaðan eða á annan veg
með farinn. Það er öll vara úr jurtaríkinu,
sem við notum til fóðurs, að undanskildu
þó olíujurtarfræi, sem hæpið er að setja
í sama flokk af vissum ástæðum, sem ekki
skal rekja í þessu sambandi.
2. KRAFTFÓÐUR
Þegar rætt hefur verið um kornvöruna
og það, sem úr henni er unnið, sem hið
eina og raunverulega kjarnfóður (kærne,
kærnefoder) er næst að athuga hvað það
er, sem þá er eftir til að flokkast undir
heitið kraftfóður. í nútíma fóðurfræði og á
almennum vettvangi bræðraþjóða er stund-
um sett forskeyti fyrir framan nafnið kraft-
fóður, t. d. prótein-kraftfóður og í öðru lagi
er skeytt aftan við þegar um fóðurblönd-
ur er að ræða og þá gjarnan skilgreint sem
kraftfóðurblöndur (kraftfoderblandinger).
Það er því auðsætt, að kraftfóðrið nær til
þessara tveggja þátta að minnsta kosti.
Prótein-kraftfóður, eða bara próteinfóð-
ur, er samheitið á hinum ýmsu mjölvörum
úr kjöti og fiski unnum, á síðari árum einn-
ig úr lægri lífverum, sveppum og bakterí-
um, sem ræktaðar eru í þeim tilgangi, þótt
ekki sé það enn mikið magn í samanburði
við aðra oróteinvöru, sem er á markaði, og
svo er hið mikla magn jurtapróteins, sem
er á almennum heimsmarkaði, sem sé það,
er fæst úr olíujurtum, einskonar aukafram-
leiðsla begar jurtafeitin hefur verið press-
uð eða leyst úr á viðeiganndi hátt (extra-
heret).
Þessar vörur hafa að sjálfsögðu mjög
misjafnt fóðurgildi, en yfirleitt má segja,
að þær hafi meira orkugildi en kjarnfóðr-
ið í líkama æðri dýra. Veldur þar um
nokkru, að í ýmsum þessum mjölvörum er
nokkurt magn af fitu, auk próteins og ann-
arra brennanlegra efna.
Norrænar þióðir hafa bví fallizt á að
kalla þessar fóðurtegundir sameiginlega
kraftfóður, og þegar þeim er blandað í
mjöl hinna ýmsu korntegunda fylgir nafnið
kraftfóður — og „blöndur" hnýtast þá aft-
an í. í daglegu máli láta flestir sér nægja
að tala þá um kraftfóður, þessvegna aftur
auðkennið með prótein að forskeyti, sé ekki
um blöndur að ræða.
(Hér er raunar um að ræða það, sem al-
menningur kallar ranglega eggjahvítu, en
próteinvörur eru byggðar af amínósýrum
F R E Y R
59