Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1971, Page 34

Freyr - 01.02.1971, Page 34
neyzlu fitu úr dýraríkinu. Mikilvægustu atriðin, sem koma í veg fyrir æðakvilla, eru: 1. Neyzla blandaðrar fæðu og alhliða. 2. Að orkumagn fæðunnar sé í samræmi við þörfina. 3. Lögð sé stund á hæfilega hreyfingu. 4. Tóbaksnotkun sé sem allra minnst. Eftirskrift: Þessar eru niðurstöður og skýringar um- ræddra rannsókna með 912 manns í nokk- ur ár. I herferð þeirri, sem um undanfarin ár hefur verið gerð hér á landi frá vissri hlið gegn neyzlu mjólkur og mjólkurvöru yfir- leitt, hefur það verið brýnt fyrir fólki hve slík fæða sé hættuleg næring, þar eð hún eigi sinn þátt að vaxandi kvillum í æða- kerfi fólksins. Um það er ekki að villast, að fjöldi fólks trúir þessu og hefur minnk- að að miklum mun eða hætt neyzlu um- ræddrar fæðu — fæðu, sem um allar aldir byggðar hér, eins og annarstaðar, hefur verið talin mesta heilsulind fólksins. Um- ræddar aðvaranir hafa verið tjáðar án nokkurra sannana og hafa í fyllsta mæli verið atvinnurógur á hendur þeirri þjóð- félagsstétt, sem framleiðir vöruna. Það virðist augljóst mál, að bændastéttin getur ekki lengur staðið aðgerðarlaus heldur hlítur að leita réttar sins og krefj- ast þeirra milljóna, sem umræddur áróðuf hefur rúið hana á undanförnum árum þegar fólk hefur takmarkað notkun þeirrar ágætu vöru, sem mjólkurmatur hefur alla tíð verið. 86 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.