Freyr - 01.12.1972, Side 11
BirgSageymslan er frá Setesdal, talin byggð af Asmundi ilia, sögufrægri persónu, er lifði á 16. öld.
halda sínum forna rétti, ráða yfir láði því
og legi, sem ættin hafði haft til forsjár
um aldir.
Voru þeir andstæðingar embættismanna
gilti annað gagnvart konungi. Konungur
var í þeirra hug einskonar yfirbóndi og
hans hirð var einskonar yfir-óðalsfjöl-
skylda. Klögumál þeirra gengu beint til
konungs og til liðs við konung var sjálfsagt
að koma þegar þess var þörf. Þegar Svíar
réðust inn í landið 1716 þustu sjálfboða-
liðar að úr ýmsum sveitum til liðs við
konunginn. Þvílíkt viðhorf mundi vart á
öðrum vettvangi auglýst, enda var kon-
ungsvald löngum skoðað þar sem hlið-
stæða höfðingjavalds óðalsbóndans.
Fornri bændamenningu hafa víða verið
reist minnismerki og í söfnum hefur varð-
veitzt fjölmargt það, sem um komandi
aldir vottar hver sá menningararfur er,
sem gengnar kynslóðir skila niðjunum. í
öðru lagi greina bókmenntir frægra höf-
unda og mikilsvirtra listamanna frá veg-
legri bændamenningu vítt um sveitir
Noregs á liðnum öldum. Þar liggja rætur
fjölþættrar menningar, sem móta sterka
stofna vorra tíma.
Byggingarnar.
Á norskum byggðasöfnum getur að líta,
á okkar tímum, byggingar, sem þangað
hafa verið fluttar úr hinum dreifðu byggð-
um. Sumar þeirra eru margra alda gamlar,
jafnvel frá 10 — 12. öld, og enn búnar
einkennum síns tíma. Ending þeirra er
auðvitað því að þakka, að þær hafa verið
gerðar af fornum trjám og ýmsar staðið
í staðviðrisbyggðum, þar sem timbur end-
ist vel.
Á þessum fornu húsum, svo og hliðstæð-
um frá síðari öldum, getur að líta hand-
bragð, sem ber órækan vott um lista-
mennsku þeirra aðilja, sem að verki hafa
verið. Það votta m. a. útskornar öndvegis-
súlur og telgdar stoðir, sem við anddyri
voru vitni þess, að inni byggju höfðingjar.
í öðru lagi er eðlilegt að benda á þau
meistaraverk, sem bjálkahúsin fornu sýna,
þar sem saman voru telgdir og felldir
bjálkarnir, er mynduðu útveggina, en á
F R E Y R
467