Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1972, Side 12

Freyr - 01.12.1972, Side 12
Trappan er gerð af trjástofni með íhöggnum tröpp- um. Á loftinu eru geymdar kistur og klæðnaður en fyrrum var þar svefnloft. Birgðageymslan (stab- buret) er talið byggt um miðja 17. öld. hornum húsanna var trjánum læst saman, laftahöfuð náðu út fyrir hornin á tvo vegu, og jafnvel þau báru handverksmönnunum órækan vitnisburð, auk þess sem af lögun þeirra er hægt að tímasetja byggingarnar. Laftahöfuðin voru sem sé tízkufyrirbrigði þannig, að lögun þeirra var breytileg frá einu skeiði til annars. Tímabundið var einnig hvernig trjá- stofnarnir voru lagðir í útveggina. Allt fram um 1200 voru þeir notaðir sem sí- valningar, en eftir það var farið að telgja þá og gera sporöskjulagaða að þvermáli. Timbur vantaði ekki og timbrið var gamalt og gott, og flestir eða allir menn lagtækir, eins og gerist allstaðar þar, sem gnótt timburs er á næsta leiti. Eldri og vandaðri smíðar voru skipin, því að þar þurfti sanna smiði og listamenn að verki. Tímabundin voru einnig stafhúsin, en þau voru þannig gerð, að trjástofnarnir stóðu hlið við hlið, lóðréttir, en í bj álkahúsunum var þeim hagrætt láréttum. í! * =1! Hér skal ekki rakin saga byggingafyrir- komulagsins, hún væri allt of mikið mál. Hitt skal tjáð, að snemma var húsakostur rúmur, byggingarefnið — timbrið — var alltaf við hendina og það skipti ekki miklu máli þótt það tæki nokkur ár að reisa hvert hús, menn byggðu hvort eð var alltaf fyrir framtíðina. Fyrst voru trén toppskellt, síðan merkt og látin standa og harðna unz þau voru felld, og þar næst flutt að garði og telgd. Skálar voru rúm- góðir og hvergi þröngt innan dyra yfir- leitt. Vitni um þann húsakost hefur mátt sjá við uppgröft fornra húsa á Islandi þar sem þó varð að nota allt annað byggingar- efni og vandfengnir voru þeir viðir, sem bera skyldu stór þök mikilla salarkynna. Byggt var á jafnsléttu eða í brekkum, og þar sem hús voru reist í halla var und- irstaðan jöfnuð með því að hlaða grjóti undir neðsta bjálka, eða fótstykki, þar sem um stafhús var að ræða. Nóg var af góðu hleðslugrjóti og traust var sú undirstaða. Aðeins eins húss skal hér getið, sem á seinni tímum og enn í dag vekur eftirtekt farandmanna, en það er „stabburet“. Birgðageymslan (stabburet) var og er bygging af sérstakri gerð. Það er hús á tveim hæðum, að minnsta kosti, og þar er efri hæðin meiri að flatarmáli en sú neðri. Á efnaheimilum var stundum talsverð vinna lögð í að skreyta þau með útskurði og þótti virðingarauki að því. En hús þessi voru líka mjög mikilsverð, því að í þeim voru geymd matvæli, sem forða skyldu frá hálfu og heilu hungri þegar harðæri geis- uðu, raunar á öllum tímum matvæla- geymsla heimilanna. Þar var og geymdur allur betri klæðnaður og fataefni, og sitt- hvað annað, sem vel skyldi varðveitt, en þar var yfirleitt enginn raki og þangað komust hvorki mýs né önnur nagdýr, sem 468 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.