Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 16

Freyr - 01.12.1972, Page 16
Víða hagaði svo til, að flytja varð hey á bátum, stundum alllangt, því að þar var heyja aflað, sem grös eða hálfgrös uxu. Konan var með í því starfi, það er hún sem stígur á Iand og hrýnir bátnum. Stundum var svo mikið hey til flutninga, að stórir bátar hæfðu bezt. Myndin er frá Harðangri árið 1912. til flutnings sem klyfjar á hestum þótt heimflutningur á mjólk og ólekju úr seljum væri hversdagslegt fyrirbæri á klyfjahestum. Eins og það var erfitt verk að nota sigð til að skera kornið þannig var sláttur og heyvinnslustörf erfið verk með frumstæð- um tækjum. En eins og nauðsyn krafði að bjarga korni til þess að fólk hefði brauð og liði ekki hungur, þannig varð og mikið á sig að leggja til þess að bjarga fóðri handa kú, á og geit, sem gáfu mjólk og skinn og kjöt, allt afurðir, sem nauðsyn- legar voru til lífsframfæris og mannlegrar vellíðanar. Eftirtekjan var þurrkuð á staurum, stög- um eða hesjum og þegar hún var þurr var allt fært í hlöðu eða ló. Eftir að farið var að nota vagna til heim- flutnings uppskeru, byggðu ýmsir brýr svo að unnt væri að aka inn á loft og síðar varð það algengasta innflutnings-fyrir- komulagið, en þess er fyrst getið í kring um árið 1600. Að sumrinu var uppskera korns ekki hafin fyrr en heyskap var lokið. Geymsla var nauðsynleg í bæði hlöðu og ló, því að kornið var ekki þreskt fyrr en að vetrin- um, og þá auðvitað undir þaki, svo og hreinsun þess, en hálminn var þá sjálfsagt að nota jöfnum höndum með heyi til fóðurs. Kornið var auðvitað malað til manneldis og hrökk einatt hvergi nærri, svo að flytja varð inn í landið til viðbótar, en handa búfénu var þá ekkert nema hismið. Greinargóðar heimildir segja frá þeim vanda, sem einatt bar að höndum svo að fóðurskortur yrði ekki algjör og horfellir af þeim sökum. Húsvistin hefur sjálfsagt átt einhvern þátt í fótaveiki og fleiri kvill- um, en eins og Heltzen prestur í Rana skrifaði, að ýmsir hefðu þann hátt á að kvelja skepnurnar sem hungraðar stæðu á básum tímum saman, vegna fóðurskorts, gæfu þær því rýrar eða engar afurðir eig- endum sínum, þannig er talið að verið hafi hversdagsleg fyrirbæri um gjörvallt land í ýmsum árum. Langt er þó síðan almenn fyrirmæli komu um nauðsyn þess, að ákveðið minnsta magn fóðurs væri til á haustnóttum handa búfénu, misjafnt 472 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.