Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 17

Freyr - 01.12.1972, Page 17
Oftast voru þaS börnin, sem fengu það hlutverk að snúa hverfisteininum, en hér er það konan, sem ræður ferðinni. Börnin mundu alla ævi hve leiðinlegt það var að snúa hverfisteininum, en nauðsyn- legt var að brýna ljái og laufhnífa eftir landshlutum, og frá árinu 1723 eru til tölur um þessi efni. í ýmsum árum varð að safna nauðfóðri, greinum og kvistum, til þess að takmarka fóðurskort, og algengt var að nota börk til fóðurs og til blöndunar í brauð handa fólki. Heimilisstörf og iðnaður. Löngum hefur heimilið verið ríki í ríkinu og þá ekki sízt á þeim tímum, sem það sá fyrir flestum eða öllum þörfum fólksins, — fullnægði flestum þeim kröfum — sem þá voru gerðar til lífsins. Heimilishaldið var þá aðeins brot af önn dagsins, en mikinn tíma tók heimilisiðjan, þó ekki væri fram talið annað en að breyta ullinni og skinnunum í fatnað. Ullin var heimaunnin, allt frá því að hún var þvegin unz hún var orðin að vefnaðarvöru, en vefnaður var um aldir heimilisiðnaður og prjónaiðja tilheyrir síðara alda handverki heimilanna. Það var líka hlutverk heimilisfólksins að mala kornið, hvort sem það var gert í handkvörn eða vatnsknúðar myllur voru látnar taka að sér erfiðið að snúa stein- inum. Við mjölinu tóku svo húsmæðurnar eða vinnustúlkur og gerðu af því brauð eða grauta, sem á öllum tímum liðinna alda voru meginmagn næringar fólksins, að minnsta kosti þess, sem ekki hafði sjó- fang hversdagslega til matar. Þótt segja megi að kembing, spuni, vefn- aður og önnur meðferð ullarinnar væri megin-hlutverk kvenna, þá tóku karlmenn F R E Y R 473

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.