Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Síða 18

Freyr - 01.12.1972, Síða 18
Frá fornu fari hefur veriS sjálfsagt að hafa eldhús á hverju heimili. Þar voru löngum bakaðir heilir hlaðar af flatkökum, stundum til margra mánaða fram í tímann. Stundum var brugg- að í eldhúsum, þá voru þau nefnd brugghús. Hér gerir konan flathrauð í eldhúsi í Ryfylki. einnig þátt í ullariðnaði, þeir voru vef- arar. Annars voru hlutverk karla á vetrum sjósókn meðfram allri ströndinni og inni á heiðum og í dölum var vetrarvinna karla við skógarhögg, dýraveiðar og fuglaveiðar. Hlutverk kvenna var umfangsmikið á sviði heimilisiðnaðarins því að við ullarvinnuna bættust saumar. Það tók líka sinn tíma að sauma allar flíkur á fjölskylduna, eða fjölskyldurnar þegar svo bar við, að vissar konur höfðu með höndum allan sauma- skap en aðrar höfðu þjónustu og fatavið- gerðir. Og ekki nóg með það, því að svo komu til listir af ýmsu tagi, ekki síst út- saumur, sem á betri heimilum þótti eðli- legur þáttur í starfi heimasæta, hvort sem þær voru eiginlega hneigðar til þess starfs eða listhneigð þeirra kallaði þær og knúði til slíkra starfa. Á sumum svæðum kvað svo mikið að listiðnaði af þessu tagi, að frægðarorð fór af og afrekin urðu fyrirmynd fólks á fjar- lægum slóðum. Má þar til nefna útsaum þann, sem almennur var og útbreiddur í Harðangri og hefur síðan breiðst til ann- arra og fjarlægra byggða innan lands og utan og hlotið nafnið „harðangurssaumur“. Þvínæst er vert að geta þess, að í landi eins og Noregi, þar sem efniviður er við hendina og „allir gerast smiðir“ er eðlilegt að þeir, sem fæddir eru með listhneigð og geta rétt út hendi og aflað efnis með auð- veldu móti, fái snemma tækifæri til að sýna hæfni sýna í verki. Oddhagir menn og konur voru uppi á öllum tímum og breyttu hneigð sinni og hæfileikum í sýni- legar gjörðir. Urmul bríka af ýmsu tagi, sem útskornar hafa verið á ýmsum öldum, getur að líta fyrst og fremst á söfnum og svo vítt og breitt um landið á heimilum utan og innan dyra. Súlur og stoðir þóttu endur fyrir löngu varla höfðingjum hæfa nema þær væru prýddar listaverkum og áletrunum eftir vel oddhaga menn og er stundir liðu voru slíkir hlutir meðal al- mennings, meiri eða minni listasmíðar að sjálfsögðu. Búsáhöld og húsmunir voru heimasmíð- aðir hlutir og þóttu þeim mun veglegri, sem þeir voru meiri listasmíðar og út- skurður hæfði þar vel og víða. Má þar til nefna stóla húsbænda, kistur og lára alls- konar, brauðmót og hvað það nú hét allt- saman, sem prýtt var og skreytt á um- ræddan hátt. Þá má ekki gleyma kirkjugripum af ýmsu tagi, sem þar voru hafðir til gagns eða prýði eða hvorutveggja, bæði í bygg- 474 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.