Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Síða 19

Freyr - 01.12.1972, Síða 19
 «#* . *K* *«**•«* £*15í< '*»«I .* Sl? m *, ■ H* '22# i? o *? * r vi c* «*:« c rx x tsoewí a. V, ■ •*r'* . <*«e«»,**i*w ?gj »«* Wp' llljll tmwwMiejngtofr,-„******'■ ?; ** Harðangurssaumur hefur löngum þótt vegleg list og hér er sýni af slíku tagi. Til skiptis eru uppistöðu- þræðir og ívafsþræðir klipptir sundur og dregnir út, en mynstrið er skapað með ísaumi í ýmsum mynstr- um. Hér um ræðir hvítsaum, sem þykir veglegur í breiðum horðum. ingunum sjálfum og gripum innan dyra, sætum og bríkum. Samgöngutæki eins og sleðar gátu verið fagurgerð listaverk, sem tveir eða fleiri höfðu að unnið, svo sem skurðmeistarinn, rennismiðurinn og svo venjulegur timbur- maður, nema fleira kæmi til svo sem skreyting úr kopar eða öðrum málmum. Tréskurður á hlutum innanhúss var bæði á föstum munum og lausum. Lok- rekkjustoðir og bríkur voru einatt með út- skornum heillaóskum eða sálmaversum. Kistlar, prýddir útskurði, voru um allt, þeir voru svo þægilegar tækifærisgjafir. Að öllu þessu upptöldu er þó margt ótalið. Við það bættust svo verk þeirra mörgu, sem kunnu að fara með liti og hagræða þeim á réttan hátt, með myndum og letri á muni af ýmsu tagi, utanvert og undir lokum. Yfir dyrum húsa og á veggi voru máluð heillaorð og góðar óskir um Guðsblessun til handa heimilinu og öllum þegnum þess, eða aðvaranir sem eftir bar að fara. Þar gátu fyrirmyndir verið sóttar um langvegu, eða spakmælum, úr fornum sögum og sögnum, breytt í mynd, sem mælti fyrir til aðvörunar eða eftirbreytni. Fjöldi listaverka af nefndu tagi og ó- nefndu fyllir veggi í söfnum á vorum tím- um og heilir húsmunir og húsin sjálf votta hvernig handaverkin voru og segja þá sögu, sem við hverja listgrein var tengd á hverri tíð. Á hátíðastundum. Nýir borgarar sáu dagsins ljós, það var gangur lífsins, er og verður ævinlega, og ekki sízt forðum þegar velgengni var því háð að margar hendur væru til að sinna störfum, en vanhöld voru mikil á leiðinni frá vöggu til æskuskeiðis, barnadauðinn var einatt þunghöggur í garð fjölskyldn- anna. Sum börn voru fædd gæfunnar börn, sérstaklega sunnudagsbörnin. Það hét að vísu á Þelamörk, að sunnudagsbörn lifðu sjaldan lengi, en tækizt þeim að komast yfir barnsaldurinn var gæfa þeirra og gengi allsráðandi. Það var mikill ábyrgð- arhlutur ef maður hafði í draumi „vitjað nafns“ hjá barnshafandi konu og barnið ekki skírt nafni vitjandans. Það var mikið gleðiefni að heilsa nýjum borgara, það var gjarnan með veizlukosti þar sem grann- F R E Y R 475

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.