Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 21

Freyr - 01.12.1972, Page 21
irbúningi, eftir að allir aðiljar höfðu veitt samþykki til brúðkaups og mánuðir eða ár höfðu liðið svo, að verðandi brúðgumi heimsótti unnustuna ekki oftar en mánað- arlega og fært henni „tilgjafir“ sem hún auðvitað varðveitti vandlega, en hlaut að skila aftur ef ekkert varð af giftingarat- höfn. Verðandi brúður stórrar ættar þurfti langan tíma til að undirbúa brúðkaupið. Það var margra mánaða vinna að sauma brúðarskartið og enda þótt erfðasilfur for- mæðranna yrði hennar skraut eins og þeirra þá þurfti að hagræða því og fægja það. Og svo var það ekki samboðið virð- ingu verðandi brúði góðrar ættar að mæta til heimilisstofnunar með tóma kistuna, heldur var sjálfsagt að hafa fullunnið hitt og þetta og helzt sem flest til heimilis- þarfa. Gestaboðið var þáttur út af fyrir sig, með miklum og fjölbreyttum ráðstöfunum og eftir forskriftum, og hið sama var að segja um undirbúning veizluhaldsins, þegar brúðaröl skyldi drekka svo að orð færi af. Berandi skraut af ýmsu tagi var það mis- jafnt hversu hagræða skyldi eftir því hvort brúðurin var hrein mey, ófrísk eða ekkja er hún gekk að brúðarbekk. Þegar brúðar- skrautið var umfangsmest var talað um að hún líktist „himnadrottningu“ er verðandi brúður gekk í kirkju hvort sem var frá skreyttum vagni eða frá skipi, eins og brúðarförinni í Harðangri, undir merki hanans hátt á stöng sem tákn frjósemi í verðandi hjónabandi. Sjálf brúðargangan, til kirkju og frá kirkju, var skipulögð vel og vandlega, en þátttaka góðglaðra brúðkaupsgesta hafði jafnan í för með sér glens og gaman svo að brúðargöngur gátu vel orðið til frá- sagnar ef ekki víðfrægar. Festaröl og brúðaröl var drukkið, og einatt óspart, enda voru brúðkaupsveizl- urnar stærstu og mestu hátíðir margra byggða og var þar ekkert til sparað ef efni voru, og stundum jafnvel veitt langt um Brúðarskraut frá árunum í kriiig' um 1870. Það eru perlur, sem saumaðar eru í klæðnaðinn. Brúðurin er frá Harðangri. efni fram svo að þröngt var um efnahag sumra fyrst um sinn, sem þó höfðu veitulir verið og gert góða veizlu gestum sínum. „Góða veizlu gera skal“ var viðkvæði, sem talið var svo sjálfsagt, að allir gerðu sitt til að svo mætti vera. Voru þá mörg og vegleg drykkjarhorn fyllt og tæmd og fyllt á ný, því að á stokkum stóðu ámur og biðu þess að verða tæmdar. Og gjafir voru gefnar. Á brúðkaupsdag- inn skyldi brúður ganga með silfurpening í skónum, er gefa skyldi fátækum dreng að kvöldi. Gestir skyldu leggja nokkuð af mörkum, sem einatt var ákveðið fyrirfram, eftir því hvort þeir væru ættmenni eða ekki, en allir nokkuð. Og svo var dansinn sjálfsagður þáttur í öllum veizluhöldum og F R E Y R 477

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.