Freyr - 01.12.1972, Síða 24
Fulltrúi nýrrar kynslóðar stendur við fjörðinn, hún
er í Harðangri og því ekki óeðlilegt, að harðang-
urssaumur er í breiðu blúndunni í svuntu telp-
unnar.
en féndur. Þar urðu skessur að steinstólp-
um endur fyrir löngu.
Nykur í ám og vötnum gat brugðið sér
í ýmissa kvikenda líki og hafði það til að
seiða til sín fólk á hverju ári og einkum
voru börn vöruð við að vera of nærri
vötnum eftir sólarlag, því að nykur gat
komið upp á vatnsbakkann og haft þau
með sér í heimkynni sín. Marbendlar og
hafmeyjar gátu verið viðsjárverðar verur,
og það var með hafmeyjarnar eins og álfa-
meyjar, að þær höfðu það til að seiða til
sín pilta úr mannheimum og þeim var
sjaldan heimkomu auðið aftur.
Og svo var það huldufólkið. Það hafði
eðli og hneigð rétt eins og sögur hafa af
farið um öll lönd. Það var sýnilegt við
sérleg tækifæri en nálægð þess miklu al-
gengari og samskiptin við það 1 ýmsu mjög
mannleg, en annars þrungin huldukrafti til
hins góða eða illa eftir því hvernig sam-
skipti manns og þess voru í venjulegu dag-
fari. Og víst þótti gott að eiga að nærkonur
úr hulduheimum þegar tvísýn fæðing bar
að. Það var ekki bara dóttir Gönguhrólfs,
sem legið hafði með fæðingarhríðir í 17
daga og gat ekki fætt, en fékk loks aðstoð
álfkonu. Sú saga hefur endurtekizt mörg-
um sinnum á hverri öld síðan, eða önnur
álíka.
.... Og svo voru það menn og konur,
er í nokkrum eða miklum mæli höfðu mátt
og megin, sem öðrum var ekki gefið. Þann
yfirnáttúrlega kraft var gott að eiga, en
hann var hægt að misnota og var svo gert
stundum, en í góðum tilgangi af mörkum
lagður var hann vel þeginn. Galdrar og
gerningar voru á valdi þeirra, sem hlotið
höfðu þessa yfirnáttúrlegu krafta í vöggu-
gjöf og eiginleika þessa var að sjálfsögðu
hægt að efla með æfingu.
Væru þeir viðhafðir til að brugga öðrum
mizka eða mótblástur þá ollu galdramenn-
irnir ótta meðal fólks, ef þeir voru þá ekki
ofsóttir og útrýmt með einhverjum ráðum
vegna óeðlisins. Hitt þótti gott og gagnlegt
þegar gerningar voru notaðir til þess að
flytja fólki heill og hreysti og buga á brott
veilum og veikindum. Einatt urðu slíkir
„andans menn“ að heita á aðrar verur og
ósýnilegar sér til fulltingis og skipti þá
miklu máli hvort þær komu frá veröld
myrkranna og illra anda eða úr ljósheim-
um.
Varúlfur og mara voru verur, sem betra
var að eiga að vinum en meinvætti. Þá
var gott að eiga varnaranda ef þessar verur
eða aðrir meinvættir vildu að sækja. Og
gott var að eiga töfrasprota og kunna
galdraþulur ef að sóttu illar verur.
480
F R E Y R