Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1972, Side 25

Freyr - 01.12.1972, Side 25
E-vítamín- skortur hjá alifuglum og kvillar sem við hann eru tengdir í september 1971 var ráðstefna haldin á Hindsgavl í Danmörku þar sem verkefnið var E-vitamín í næringu búfjár. I»ar flutti FINN KRISTIANSEN, dýralæknir og fyrsti aðstoð- armaður við Dýralæknaháskólann í Osló, erindi um kvilla í hænsnum í Noregi vegna skorts á E-vitamíni. FREYR hefur fengið leyfi dýralæknisins til þess að birta erindið á íslenzku, nokkuð stytt, og skal það leyfi hér með þakkað. Ritstj. Við rannsóknir á vitamínþörfum búfjár hafa hænsni verið notuð í stórum stíl. Af því leiðir eðlilega, að þörf þeirra fyrir hin ýmsu vitamín er betur þekkt en hliðstætt gerist um annað búfé. Undantekning er þó E-vitamínið. Þörfin fyrir það virðist enn og framvegis vera til umræðu og engan veginn fullvíst hversu mikið magn þess skuli vera í fóðrinu. Á hinn bóginn er víst unnt að segja, að flestir kvillar, er stafa af E-vitamínskorti, séu kunnir. Scott tjáir (1970) að með því að nota fóður með verulegu magni E-vitamíns sé hægt að fyrirbyggja fósturdauða í eggjum og ófrjósemi hana, að E-vitamín, eða tilbúnir andsýring- ar (antioxydanter) með líkar verkanir og umrætt vitamín, komi í veg fyrir heilasköddun (encepha- lomalaci) og eyðingu rauðu blóð- kornanna hjá hænsnum, að vitamín E, eða málmurinn selen, hindri lopabólgu (ödem) og eyð- ingu plasmapróteins hjá hænsnum og kalkúnum, að selen, og einnig vitamínið, hindri rýrnun og innþornun briskirtilsins hjá hænsnum, að selen fyrst og fremst — en einnig E-vitamín — hindri vaxtartruflun vöðva í fóarni og hjarta hjá kalk- únum, að E-vitamín og amínósýran cystin hindri vannæringu vöðva hjá hænsnum og að E-vitamín geti komið í veg fyrir vöðvatruflun hjá öndum. Ennfremur er vitað, að heilasköddun, fósturdauði og eyðing rauðra blóðkorna, F R E Y R 481

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.