Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 26
svo og vöðvavaxtartruflun, á sér stað þegar
talsvert magn af ómettuðum feitum sýrum
er í fóðri fugla, og að meðal þeirra er
linolsýran mikilvægust.
Heilasköddun.
Af fóðurblöndum, sem geyma óstöðugar og
ómettaðar feitar sýrur og í skortir E-vita-
mín, fá hænuungar, sem eta þær, reikular
hreyfingar, óreglulegan gang og óvissan
fótaburð, hallandi höfuð, vaxandi magn-
leysi og endalokin verða jafnan dauðsföll.
Forsendur þessa eru veilur í heila, fyrst og
fremst í litla heila, en einatt líka í stóra
heila og heilastofni. Oftast koma veilurnar
í ljós þegar ungarnir eru 3.—5 vikna, en
einnig á öðrum aldursskeiðum.
í Noregi er þessi kvilli ekki algengur,
og þess má reyndar geta, að hörgulkvillar
í alifuglum eru þar ekki algengir og skipta
ekki miklu máli í samanburði við aðra
kvilla. Það eru helzt þeir, sem setja má í
samband við skort á E- og D3 vitamínum,
sem eitthvað gætir. í þeim hópi hænuunga,
sem rannsakaður er við Dýralæknastofn-
unina í Osló, ber mest á þeim heilaskemmd-
um, sem stafa af skorti á E-vitamíni, en
aðrir kvillar af sömu rót eru smávægilegir.
Tölulegar staðreyndir stofnunarinnar frá
árunum 1965—’70 gefa til kynna, að heila-
rýrnun hefur numið 4,6% hjá rannsökuð-
um hænuungum, og má því telja það veru-
leg afföll og efnahagslegt tjón fyrir norska
hænsnaræktendur. Umrædd afföll hafa
verið dálítið meiri meðal holdafugla en
annarra unga.
Meðalaldur unga, sem komu til rann-
sókna, var 4,4 vikur. Aldursákvörðun var
einatt byggð á áliti rannsóknaraðilja og
getur því skeikað lítillega. Sjúkdómsgrein-
ingin hefur verið ákveðin með smásjár-
rannsóknum á heilavefjum eftir fyrirsögn
Jungherrs. Ytri auðkenni kvillans voru
jafnan greinileg og langflest komu þau í
ljós á tveggja — fimm vikna aldrinum.
Hjá eldri ungum voru fyrirbærin fágæt,
voru lengi að koma í ljós og við skoðun á
rannsóknarstofu voru auðkenni öll ógreini-
leg og vandasöm til úrskurðar. Á eldri
ungum getur þó gangur verið óviss, reisn
bolsins óvenjuleg og frambeygja höfuðs
ofarlega á hálsi greinileg auðkenni.
Lopabólga.
Fyrirbæri af þessu tagi lýsir sér sem vökva-
myndun í undirhúð, er safnazt við síun
vökva frá blóðinu í gegn um háræðar.
Jafnframt gerist það, að próteinmagn
blóðsins minnkar. Þessi veila kemur í ljós
þegar E-vitamín og selen skortir í fóðrið,
sem skepnan nærist af.
Ekki hefur hún valdið teljandi efnahags-
legu tapi hjá norskum hænsnaræktendum.
Stöku sinnum hefur kvillans ef til vill gætt,
án þess að eiginlegar sannanir hafi fengizt.
Þó skal þess getið, að í uppeldi holdafugla
varð fyrir fáum árum vart kvilla, er í
flestu líkist þeim, sem hér um ræðir. Auð-
kennin voru helzt vökvafyllt og blóðlituð
undirhúð þegar ungarnir voru 3—4 vikna,
og dauðsföll námu 5%. Eiginleg ástæða var
ekki þekkt og þetta leið hjá án þess að
bætt væri seleni í fóðrið.
Vannæring vöðva.
Fyrirbæri það, er hér um ræðir, auðkenn-
ist af ljósum röndum í brjóst- og lærvöðv-
um hjá hænuungum á aldrinum nálægt 4.
vikna, og á frumrót í skorti á E-vitamíni,
og svo skorti á brennisteinstengdum sýr-
um, einkum cystini. Sannað hefur verið,
að vöðvarýrnun í maga og hjarta kalkúna
á frumrót í selen-skorti. Vannæring vöðva
hjá öndum hefur verið hindruð með notkun
E-vitamíns og ekki með selen, en samhengi
hér í milli er enn óljóst.
I Noregi hafa þessi fyrirbæri verið sjald-
gæf. Vannæring vöðva er ekki óþekkt þar,
en forsendur óljósar. Fyrir nokkrum árum
kom þetta þó í ljós hjá hópi andarunga,
og bæði vefjarrannsóknir og lækning kvill-
ans bentu eindregið til skorts á E-vita-
míni.
482
F R E Y R