Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 46

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 46
í Borgarnesi. Gamla sláturhúsið Iengst t. v. Pakkhúsið til hægri stendur enn. Það var Baðhús Reykjavíkur, og fórum við bræðurnir þar í kerlaug í fyrsta sinni á ævinni. Heimsótti ég það hús síðar, er ég dvaldi í Reykjavík og á ferðum mínum þangað. Frá Reykjavík fórum við fljótlega upp í Borgarnes með litlum gufubáti (Suður- landinu?). Það var valt og gangtregt og hefur mér ekki liðið verr á öðrum skipum, enda er Borgarfjörðurinn grunnur og sjóir krappir ef nokkuð hvessir. Borgarnes var þá smáþorp með nokkrum verzlunum og Kaupfélagi Borgfirðinga og var það fyrsta kaupfélagsbúð, sem ég sá og kom inn í. Bezt man ég eftir slátur- húsinu, sem einnig var hið fyrsta er ég sá. Kom ég þar og horfði á slátrunina og þótti greiðlega að unnið. Kindurnar voru látnar lifandi upp á borð á vinstri hlið, löngum hnífi, með tvíeggjuðum oddi, var rennt í gegnum hálsinn fyrir aftan vélindið og síðan var oddi hnífsins rennt í mænuna og hún stungin sundur. Var þetta sem eitt hnífsbragð, unnið af öryggi og leikni. Hafði ég ekki séð slíkt áður. Það vakti athygli mína, að lömbin í slúturhúsinu og eins í rekstrunum, sem við mættum á leiðinni frá Borgarnesi og upp að Ferjubakka, virtust vera sem næst eingöngu hvítir, hyrndir lambhrútar. Sást varla mislitt eða kollótt, gagnstætt því sem ég átti að venjast heiman. Má vera að gimbrarlömbunum og fullorðna fénu hafi verið lógað síðar, því hver bær mun hafa þurft að tvískipta slátruninni. Við gengum að sjálfsögðu upp að ferju- staðnum og fannst mér víða ærið grasloðið og hafði orð á því við sveitunga mína, sem komu til móts við okkur í Borgarnesi, að ég væri hissa á því, að svona loðið gras á greiðlegu landi, hefði ekki verið slegið. Þeir hlógu að mér og sögðu, að hér í Borg- arfirði væri nóg af betra engi til að slá, og var það orð að sönnu. * * * Að Hvanneyri komum við um kvöldið, og þótti mér staðurinn reisulegur og tilkomu- mikill og hefur sú hrifning varað fram á þennan dag. Eins og áður er að vikið ætla ég ekki að skrifa um skólalífið þar sem aðrir hafa gert það. En ég er ekki alveg skilinn við þessa 502 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.