Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 47
tveggja ára dvöl mína í Borgarfjarðarhér-
aði, fólkið þar og vissa þætti, er geymst
hafa í minni mínu þessi 60 ár, sem liðin
eru síðan ég átti því láni að fagna að gista
þetta ágæta hérað. Borgarfjörður er eitt af
fegurstu og búsældarlegustu héruðum
landsins. Veðursæld er þar og mikil. Það
má heita grasi vafið milli fjalls og fjöru
og héraðið er þéttriðið af fiskiauðugustu
ám landsins, og stendur ekkert hérað því
á sporði í þeim efnum.
Þetta eftirsótta hérað kemur víða við
sögur síðan á landnámstíð og Sturlungaöld
og hefur það fætt og fóstrað mörg af and-
legum og ríkilátustu höfðingjum fram á
þessa öld. Mér fannst mjög til um reisn
og ríkidæmi margra stórbænda á skólaár-
um mínum. Vil ég þar til nefna sveitir
eins og Andakíl, Bæjarsveit, Reykholtsdal
og Hálsasveit, Hvítársíðu, Þverárhlíð,
Stafholtstungur, Borgar- og Álftanes-
hreppa.
Þá voru heimili hér á landi enn mann-
mörg, sjálfum sér nóg og vinnufólk ærið.
Ekki get ég sagt að ég hafi ferðast mikið
þessi misserin. Það var nú öðru nær. Ég
kom þó að Hvítárbakka á skólaskemmtun
og íþróttamót. Um páskana 1913 dvaldi ég
á Breiðabólstað í Reykholtsdal hjá foreldr-
um skólabróður míns, Jóns Ingólfssonar.
Var þangað sjö klukkutíma gangur frá
Hvanneyri. í þeirri ferð kom ég að Stóra-
Kroppi og sá hinn aldna merkismann og
fræðaþul Kristleif Þorsteinsson. Auðvitað
fór ég oft í Borgarnes, bæði á landi og sjó.
Við, sem kunnum að róa, fórum oft um
helgar á báti með afurðir búsins í Borgar-
nes. Man ég að okkur þóttu 300 punda
smjörlíkiskassarnir þungir í meðförum ef
illa stóð á sjó og mikið þurfti að vaða,
jafnvel fara út úr bátnum á miðjum firði
og leiða hann. En fjaran þar er með ein-
dæmum leiðinleg, daunill leðja og for, og
óðum við oftast berfættir, því ekki voru
til skinnbrækur eins og í veiðistöðum og
upphá stígvél ekki komin til sögunnar.
Ekki vil ég gleyma að geta um veiði-
ferðirnar úti að Seleyri vorið 1913. Það var
tvisvar sinnum, að við bræður og Guð-
mundur frá Selkirkjubóli lentum í því
ævintýri, af því að við kunnum að róa.
Ekki vildi ég hafa misst af því, þó að það
tæki dálítinn tíma frá verklega náminu.
Halldór skólastjóri átti fínriðna silunga-
vörpu með vængjum og poka aftur úr,
svipaða botnvörpu togskipa.
Þarna hjá Seleyrinni er mikið flágrynni
og sléttur sandbotn og dýpið víðast ekki
meira en í mitt læri. Halldór var sjálfur
formaðurinn, enda alvanur sjónum frá
Dvergasteinsárum sínum. Sá fimmti var
Páll Zóphóníasson kennari.
Við fórum út úr bátnum, þegar á veiði-
svæðið kom, tókum tveir og tveir vængina
og lögðum dráttartaugar um öxl og síðan
var togað fram og aftur um þetta Seleyrar-
svið. Varpan var létt 1 drætti, hlýtt í veðri
og engum kalt, þó við væðum í sjálfum
okkur, eins og Vestfirðingar kölluðu að
vaða hlífðarlausir.
Við fengum þó nokkurn slatta í vörpuna,
silung, kola, rauðmaga og e. t. v. fleira. Við
komum sannarlega ekki þjófar í land. Svo
hvessti út fjörðinn og var barátta inn eftir.
Við Guðjón vorum á annað borðið, en
Guðmundur og Páll á hitt. Halldór settist
sjálfur undir stjórn. Þetta gekk ekki vel,
því Páll var alls óvanur róðri. Halldór sá
strax að svo búið mátti ekki standa, rak
Pál að stýrinu en settist sjálfur undir ár
og þá fór báturinn að ganga og inneftir
komumst við. Ég fer aldrei svo fram hjá
Seleyrinni, að ég minnist ekki þessa tog-
veiði-ævintýris og alltaf með ánægju.
* ❖ *
Bændanámskeiðin, veturna mína á Hvann-
eyri, voru stórmerkileg, enda vel sótt úr
héraðinu og jafnvel víðar að. Fæstir þátt-
takendur, er gistu á Hvanneyri, voru 80,
en auk fastra þátttakenda komu margir
aðrir, og voru áheyrendur oft á annað
F R E Y R
503