Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 49
bræðra, þegar Guðmundur Arnarson er
leiddur til höggs þá 18 vetra, er búið var
að höggva Sæmund bróðir hans, kornung-
an og ágætt höfðingjaefni. Guðmundur
Arnarson segir þá við Ögmund fóstra sinn,
en hann stóð fyrir vígunum: „Gott væri
enn at lifa, ok vilda ek grið fóstri”. „Ög-
mundur leit frá ok mælti „eigi þorum vér
nú þat fóstri minn“ segir hann ok var hann
þá rauður sem blóð“.
Mér finnst enn að ég heyri raddblæ
Tryggva þegar hann sagði frá þessum
hörmulegu atburðum.
Hitt Sturlungu-erindi hans var úr Þórðar
sögu Kakala. Lýsti hann þar flótta Þórðar
undan Kolbeini unga frænda sínum, er
hann sótti með her manns eftir lífi Þórðar,
og var kominn í Reykholt er Þórður kom
að austan í Reykjadal syðra (Lundar-
reykjadal nú) er hann frétti til ferða Kol-
beins. Þórður fór af Þingvelli á fimmtu-
degi um hádegi, en kom föstunóttina, er
stjarnan var í austri, til Helgafells, í ó-
færð. „Þótti það öllum mikil furða ok
varla dæmi til finnast, at menn hefði riðit
einum sömu hestum í einni reið frá Þing-
velli til Helgafells í svá miklum ófærðum,
sem þá vóru. Þóttust þá allir þegar vita,
at Þórður mundi til nokkurra stórra hluta
undan rekist hafa.“
Erindin og flutningur allur var með slík-
um snilldarbrag sem verða má, þegar
málsnilld og ást á söguefninu fer saman.
Þetta hlaut því að verða ógleymanlegt.
Síðan hefur mér alltaf þótt mikið til
Þórðar Kakala koma, þrátt fyrir galla
hans, og tel hann einn vitrastan og mann-
úðlegastan samtíðarmanna sinna.
* ❖ *
Nú er eftir að geta eins manns, sem kom
að Hvanneyri á náms vetrum mínum þar
og varð mér ógleymanlegur. Það var Þórð-
ur Pálsson læknir í Borgarnesi. Hann hafði
frábærlega fagra söngrödd, og var fyrsti
einsöngvarinn, sem ég hlustaði á. Hann
heyrði ég fyrst syngja lagið Gýgjan eftir
Sigfús Einarsson og Benedikt Gröndal. Þá
verður mér annað lag ógleymanlegt:
Kvöldsöngur við sjó fram, norskt lag og
erindið þýtt af Guðmundi Magnússyni.
Ég minnist Þórðar eitt sinn á skemmtun
á Hvanneyri er hann var á balli í leik-
fimisalnum og dansaði þar og söng á víxl.
Var hvort tveggja frábært, söngur hans og
hve fagurlega hann steig dansinn. Halldór
skólastjóri sýndi pilium einnig hvernig
ætti að halda á stúlku í dansi, og var það
ærið ólíkt vanga- og faðmlagadansi nú-
tímans.
Á bændanámskeiðunum á Hvanneyri
urðu mín einu kynni, svo heitið geti, af
mönnum í Borgarfjarðarhéraði, utan
Hvanneyrar.
Nokkrir þeirra verða mér ógleymanlegir,
og var það helzt í sambandi við umræður
á kvöldfundum námskeiðanna.
Fyrst vil ég nefna Jóhann Eyjólfsson,
bónda og oddvita í Sveinatungu í Norður-
árdal og alþingismann Mýramanna 1914.
Hann gerði þetta afskekkta fjalladala-
býli þjóðfrægt með því að byggja þar hið
fyrsta íbúðarhús úr steinsteypu í sveit á
íslandi, og reiða efnið á klökkum úr Borg-
arnesi. Þetta var árið 1895. Það hús er enn
í notkun og er öllum til sýnis, sem yfir
Holtavörðuheiði fara.
Þá beitti hann sér einnig fyrir byggingu
Þverárréttar 1911, fyrstu skilarétt á íslandi
úr steinsteypu, er varð strax landskunn.
Jóhann var ríflegur meðalmaður á hæð,
liðlega vaxinn, rjóður í andliti og vel á
sig kominn.
Hann talaði mikið á fundum og var flug-
mælskur, en alltaf var hann sveittur af
ákafanum er hann talaði.
Guðmundur sonur hans var skólabróðir
minn síðari vetur minn. Hann var flug-
mælskur, ekki síður en faðir hans, djarfur
og ófeiminn og stóð upp í hárinu á kenn-
urum okkar á fundum og var einn um það.
Hann var greindur vel, stórhuga og sókn-
djarfur og hefði vafalaust orðið þingmað-
ur, en hann létzt í bílslysi 1. sept. 1931.
F R E Y R
505