Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 50
Hvítárvallahúsið.
Þá man ég Hallgrím Níelsson, stórbónda
á Grímsstöðum, hreppstjóra Álftanes-
hrepps, átti lengi sauðfjárkynbótabú, fékk
verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns kon-
ungs IX.
Hann vakti eftirtekt mína vegna glæsi-
mennsku og djarflegs málflutnings. Hann
líktist meira glæstum embættismanni í
klæðaburði og útliti, en bónda. Talaði eins
og sá sem valdið hafði og virtist ekki eiga
neitt undir öðrum en sjálfum sér.
Ekki dró það úr athygli á manninum,
að hann var bróðir Haraldar prófessors
Níelssonar, er þá var orðinn landsþekktur
maður. Þá var nú meira litið upp til slíkra
manna af almenningi en nú er gert.
Þá vil ég nefna þriðja bóndann, sem mér
er minnisstæður frá þessum námskeiðum,
en ég minnist ekki að ég sæi hann utan
þeirra, þó hann væri í næsta nágrenni
Hvanneyrar og oddviti Andakílshrepps.
Þessi maður var Teitur Símonarson, bóndi
á Grímarsstöðum. Hann var meðalmaður
á vöxt, vel farinn í andliti og bauð af sér
góðan þokka.
Hann var að öllu sem venjulegur bóndi
í betri bænda röð, barst ekki á og enginn
stórbændabragur fylgdi honum. Grímars-
staðir var þó allgóð jörð, þó ekki þyldi
hún samanburð við nágrannajarðirnar til
beggja handa, Hvítárvelli og Hvanneyri,
eða stórbýlin hins vegar við ána: Ferju-
bakka og Ferjukot. En á öllum þessum
jörðum mun laxinn meira hafa komið við
sögu en á Grímarsstöðum.
Teitur bóndi virtist þéttur á velli og
þéttur í lund og ólíklegur til að láta hlut
sinn fyrir öðrum, en fara þó að öllu með
gát og hófsemi. Hann flutti mál sitt hægt
og rólega, með þybbinni þéttingsfestu.
Geðjaðist mér vel að manninum.
Enn vil ég geta manns, þó að ekki kæmi
hann að Hvanneyri, meðan ég dvaldi þar.
Það var Andrés Fjeldsteð, bóndi á Hvítár-
völlum. Mann þennan þekkti ég af afspurn
áður en ég kom í Borgarfjörð. Mest var
það frá nágranna mínum Guðmundi Ein-
arssyni, refaskyttu á Brekku, en hann var
alinn upp á Heggstöðum er Andrés bjó á
Hvítárvöllum, þá hafði sonur hans verið
læknir okkar í Þingeyrarhéraði um árabil.
Andrés Fjeldsted átti þá heima á Ferju-
bakka, en þaðan fengum við Hvanneyrar-
piltar stundum flutning yfir Hvítá, þó ekki
frá heimili Andrésar, hann var þá um
áttrætt og átti fá ár ólifuð, dó 1917.
506
F R E Y R