Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 57

Freyr - 01.12.1972, Page 57
Athuganir á gróðri afrétta. Nú í haust mældu starfsmenn frá Keldum natríummagn í gróðri nokkurra afrétta. Tekin voru sýni seint í ágúst á Holta- vörðuheiði, Arnarvatnsheiði, skammt frá Brunnum á Kaldadal og við Vilborgar- keldu á Mosfellsheiði. Teknar voru starir, heilgrös, blómjurtir og víðir og hvað mælt fyrir sig. Tafla 2 sýnir niðurstöður þessara mælinga: Tafla 2. Na % af Fjöldi sýna þurrefni Holtavörðuheiði 16 0,08 Arnarvatnsheiði 13 0,07 Brunnar, Kaldadal 3 0,07 V ilborgarkelda 3 0,08 Meðaltal heilgrasa 11 0,07 Meðaltal hálfgrasa 10 0,08 Meðaltal allra 34 0,07 Hæsta gildi fannst í broki af Holtavörðu- heiði, 0,11, og það lægsta í grasvíði af Arnarvatnsheiði, 0,05. Þar sem taflan sýnir meðaltal natríum- magns heilgrasa og hálfgrasa er það að- dins önnur flokkun á sömu sýnum og flokkuð eru eftir heiðum ofar í töflunni. Taflan sýnir að svipað magn natríum er í gróðri á öllum þessum stöðum og líkt í flestum jurtum. Bendir það til þess að sauðkindin geti ekki valið sér neinar sér- stakar jurtir, sem kæmu henni að gagni gegn salthungrinu. Mest er af natríum í brokinu sem ekkert er bitið á sumrin. Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson gerðu athuganir á magni margra efna í ýmsum úthagaplöntum á Korpúlfsstöðum og Reykhólum (1). Þeir fundu lítinn mun á natríummagni jurtanna, nema hvað mest var í brokinu. í rannsókn þeirra breyttist magn natríums ekki mjög mikið yfir sum- arið í gróðrinum fyrr en hann fór að sölna. Þetta kemur heim við athuganir frá Hvanneyri (5). Hugsanlegur natríumgjafi skepna á af- rétti væri vatn úr ám og lækjum. Mælt var natríummagn í þremur ám sem falla af Arnarvatnsheiði, Þverá, Litlafljóti og Norðlingafljóti. í vatni allra þessara vatns- falla var natríummagnið 0,11 grömm í lítra. Munar ekki verulega um slíkt í natríumfóðri ánna. Þetta magn er öllu minna en í safa jurtanna. Sauðfé í réttunum. Mæld voru á Keldum sýni úr þvagi og blóði sauðfjár sem var að koma af sömu afréttunum og grassýnin voru tekin á. Reynt var með mælingum að leiða líkur að því hvort féð þjáðist af saltskorti eða ekki. í þvagi var mælt natríum, en í blóði var mælt natríum, hemóglóbín (blóð- rauði), og hematókrít. Hematókrít gefur til kynna hve margir hundraðshlutar eru blóðkorn, afgangurinn er blóðvökvinn. Þessar tvær síðastnefndu mælingar áttu að gefa til kynna hve mikill vökvi væri í skepnunni, því meira sem er af hemógló- bíni og því hærri sem hematókrítin er, því minni vökvi ætti að vera í skepnunni að öðru jöfnu. Þessi efni voru öll mæld með sömu að- ferðum og nú tíðkazt á sjúkrahúsum, natr- íum var mælt með logaljósmæli en hemó- glóbín sem cyanmethemóglóbín við 540 nm í ljósþéttleikamæli. Hematókrít var mæld með því að skilja blóðið í hárpípum (micro-hematókrít). Blóðið var tekið með grönnum nálum í lofttæmd glös (vacu- tainer), svo að mengun blóðsins utan frá er óhugsandi. Skepnan losnar við natríum með þvagi ef hún fær meira af því í fóðri en hún þarf til að halda magni þess óbreyttu í vökva líkama síns. Sé hins vegar hörgull á þessu efni missir hún nær ekkert af því með þvaginu. Eðlilegt gæti talizt að hún hefði í þvagi meira en 20 millíekvívalenta F R E Y R 513

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.