Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1972, Side 67

Freyr - 01.12.1972, Side 67
Húsmœðraþáttur: Tóvinna Úr þeli þráð a8 spinna mér þykir næsta indæl vinna Ég; enga iðn kann finna sem öllu betur skemmtir mér Ég sit í hægu sæti og sveifla rokk með kvikum fæti Ég iða öll af kæti er ullarlopinn teygjast fer. Um áraraðir hefur þetta ljóð verið sungið og trallað af hjartans unaði og með glöðu geði. Það var í þá daga, sem ullarvinna var í heiðri höfð á hverju heimili um þvert og endilangt ísland, þegar baðstofulíf og athafnir þar innan veggja var skóli fólks- ins og í fyllsta mæli mótaði andlega og verklega menningu þess. Skinn voru notuð til klæða fyrr á öldum en einnig hefur ullin, og klæði úr henni unnin, um aldir verið notuð til skjóls og skrauts. Sauðkindin skilaði hráefninu og þótti löngum mikilsvert að nýta ullina sem bezt því að allir þurftu nokkuð til þess að einangra sig gegn kuldanum, ekki sízt á norðlægum slóðum þar sem vetur eru langir og veður hörð. Svo er sagt, að ullarklippur (sauðaklippur) séu í rauninni eldra tæki en skæri og má það vel vera. Með frumstæðum tækjum var unnið í upphafi en snemma hafa menn spunnið og ofið, sniðið og saumað, og vefir voru slegn- ir um aldir áður en prjónaðar flíkur þekkt- ust, eða svo segir sagan. Um langt skeið hefur tóvinna verið al- hliða meðal þjóðar okkar og það er víst með réttu og sönnu sagt, að þar hafa konur átt og rækt veigamikinn þátt. Bæði konur og karlar hafa kembt ullina en konur jafnan notað rokkinn. Hverjir hafa spunn- ið áður en saga rokksins hefst og snældan ein var notuð, er víst óljóst, en líklegt að þar hafi bæði karlar og konur verið að verki, og hitt er víst, að um áratugi eða jafnvel árhundruð voru það í fyrstu röð störf karlmanna að slá vefina. Hitt er þó vafalaust, að hlutur kvenna hefur þar verið nokkur og það hefur ekki verið Gilitrutt ein, sem tók sér það starf fyrir hendur að vefa dúka konunnar, sem vant- aði framtak til þess að gegna því hlutverki sjálf. ❖ ❖ ❖ Bóndakonan (Landbokvinden) heitir mikil bók, sem dönsku búnaðarfélögin gáfu út fyrir nokkrum árum. Þar er sagt frá og í Ullarkambar hafa alla tíð verið misjafnir að gerð og grófleiki tind- anna (víranna) einnig. Gerður var greinar- munnr á kömbum eftir því hvað kemba skyldi í þeim (ullar- kambar, hrosshárs- kambar, stólkambar o. s. frv.). F R E Y R 523

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.